fimmtudagur, júní 15, 2006

Ég er búin að vera í frekar fúlu skapi í dag. Byrjaði á því að vakna of seint og dró mömmu á lappir til að skutla mér í ræktina kl. sjö í morgun... skemmtileg!! Mætti á hlaupum inn í Laugar með óreimaða skóna næstum því datt og tókst að skvetta smá vatni á mig þegar ég var að fylla á vatnsbrúsann. Týpískt ég... Ég fór að vísu á mjög góða æfingu sem bjargaði alveg fyrri partinum. Missti meira að segja út úr mér eftir eina æfinguna "shit hvað ég er mössuð" og kleip í axlirnar á mér... meinti það reyndar ekki í bókstaflegri merkingu heldur meira þannig að maður verður svo geðveikt meðvitaður um vöðvana þegar maður er búinn að lyfta mikið í einu að mann svíður... and I was on fire...

Eyddi of miklum tíma í dag í Kringlunni... hafði lítið upp á sig, nema einn skemmtilegan fatapoka... hitt voru "nauðsynjavörur", eins og ég kýs að kalla það, og meiri pirring..
Ekki skánaði það þegar við systurnar vorum orðnar svangar og litla systir mín ákvað að fá sér domino's pizzu. Ég ætlaði nú heldur betur að vera holl og fá mér bara ánægjusafa (e. pleasure juice) á boozt barnum, tuðaði heilmikið við hana um hollustu... bleh... en safinn hafði þveröfug áhrif á mig, enda fannst mér hann bara ekki vitund góður... pressaður safi úr gulrótum, epli og engifer.. var svona eins og þykkur lime gulrótarbúðingur.... fæ alveg gæsahúð!! Hef vit á því að fá mér "pleasure" annars staðar næst... ;)

And above all þá svindlaði ég á indælis viðskiptavini í eldri kantinum í vinnunni. Hann lét mig fá 50 dollara en ég skráði það sem Evrur og hirti af honum einhverjar 2500 kr... ÞRÁTT fyrir að afabarnið hans hafi komið til mín og spurt hvort það gæti verið að afi gamli hefði fengið of lítið til baka... ég reiknaði þetta út fyrir grey barnið og sýndi henni hvernig ég gaf til baka... þannig að hún varð sátt. Og ég var bara að átta mig á því núna eftir uppgjörið... svona hluti tekst mér að taka inn á mig, verð með samviskubit næstu vikuna sennilega...

En það þýðir víst lítið annað en að leika Pollíönnu og vona að ég fari réttum megin fram úr rúminu í fyrramálið... ;)
Ætla í ljós á eftir, athuga hvort það hressi mig ekki við...

Engin ummæli: