miðvikudagur, júní 28, 2006

Ég leiddi hugann að því í dag hvað ég get verið ofboðslega vanaföst, sumir vilja jafnvel kalla þetta þráhyggju eða taka svo djúpt í árinni og segja þetta vera vott að geðbilun... Ég er með svona óafvitaða rútínu gegnum daginn... eða allavega fyrri part dagsins. Eins og til dæmis í ræktinni þá er ég alltaf á sama stað í búningsklefanum og raða alltaf eins inn í skápinn, fer alltaf í sömu sturtuna og set á mig lotion og einhver krem og það allt í sömu röðinni... fyndið að Rakel vinkona er líka svona, og einu sinni rak hún mig úr "sinni" sturtu í Laugum... þá komumst við að því að við "áttum" báðar sömu sturtuna...

Hvar er góða veðrið frá því í morgun?? Ég var búin rétt fyrir 11.00 með morguntörnina í vinnunni og ætlaði aldeilis að nýta veðrið. Náði að draga systur mína með mér í sund gegn því að hún fengi að vera í Stella McCartney bikiníinu mínu en svo þegar við komum ofan í laugina þá var sólin horfin... bömmer!! Með þessu áframhaldi held ég að eina brúnkan mín þetta sumarið verði úr flösku!!

Ég er ekki að sjá fram á útilegu hjá mér og mínum um helgina.. allir að vinna, í útlöndum eða HORFA Á FÓTBOLTA!! Ég verð sjálf að vinna eitthvað en það gæti verið að maður tæki einhver rúnt út á land, kíkti kannski í sund á Örkinni hjá Rachel og grillaði sykurpúða á einhverju túni!! Who knows!! Annars skilst mér að spáin sé ekkert spes...
Hvernig verður helgin hjá ykkur? Feel free to speak... ég bít ekki... oft!!

Engin ummæli: