laugardagur, júní 24, 2006

Viðraði mig heldur betur í gær eftir öll veikindin...
Skutlan er komin á nýja bílinn og orðin meiri pía en nokkru sinni fyrr... ;) Rosa ánægð með poloinn minn!! Ásgerður vinkona á algjörlega heiðurinn af þessum bílakaupum þannig að ég skulda henni feitan greiða!! ;) Tak for det skat! Þetta er þvílíkur munur þó svo að pabbi og mamma eigi ekkert annað en Fálkaorðuna skilið fyrir skutl... Yo'know wha'm sayin!! :)

Fór út á lífið í gær... á polonum of course...
Fjóla sæta hélt upp á afmælið sitt, varð 22 ára 8. árið í röð ;) og gáfum við Rakel henni mjög sniðugar og aðrar "fáránlegar" gjafir í tilefni þess... innpakkaðar í Batman pappír! Fjóla þurfti sem sagt að taka þátt í smá pakkaleik þegar við mættum á svæðið... en ég held hún hafi bara skemmt sér við það ;) Þetta var rosa skemmtilegt boð, mikið hlegið og mikið stuð. Þaðan lá síðan leiðin í bæinn...

Við Rakel kíktum fyrst á Oliver. Þar labbaði ég beint í flasið á danska draumaprinsinum... og smellti að sjálfsögðu á hann einum kossi...
Kom mér á óvart hvað margir voru á Oliver, en það er klárlega Soffíu að kenna hvað ég heilsaði mörgum KB starfsmönnum!!! Hún hefur smitað mig af KB-veirunni... or somthin...
Fékk koss á kinnina from my mistery crush.. ;)
Fórum af Oliver á Vegó og frá Vegó aftur á Oliver og þegar lokaði þar fórum við aftur á Vegó... stuð stuð stuð...
Annars fullt af sætum strákum í bænum... og öðru skemmtilegu fólki!
En megintilgangurinn var að dansa our asses off... dönsuðum helling þó svo að ég hafi oft heyrt betri tónlist, bæði á oliver og vegó... reyndar tókum við einn hring á Barnum áður en við keyrðum heim... þar var fáránlega góð tónlist á vegum ljóshærðrar stelpuskjátu... veit ekki hver hún er en hún var mjög góður dj!! Katy þú myndir fíla þetta líka ;)
Virkilega skemmtilegt kvöld! Takk sömuleiðis Rachel baby.. :) Aftur í kvöld?? ;)

Einhver verkefni bíða mín í dag... annars langar mig mikið út í þetta góða veður... og ætti algjörlega að drífa mig í ræktina...
Langar að nýta tækifærið og kanna hvort einhver hafi áhuga á því að hýsa skiptinema á vegum HR í stuttan tíma í lok ágúst byrjun sept.. gegn smá þóknun að sjálfsögðu?? Verið þá í bandi...
Planið í kvöld so far... girly night með Aldísi vinkonu... alveg nauðsynlegt once in a while!!

Later

Engin ummæli: