miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Ég vildi að það væri einn dagur í vikunni sem væri svona "minn dagur" þá mætti ég nýta hann eins og ég vildi.... gæti gert hvað sem mig langaði án þess að fá samviskubit yfir því að ég væri ekki að vinna í einhverjum af þeim ótal verkefnum sem ég er búin að taka að mér....

really need it now.... en heppilegt þó að hafa fengið "frídagana" í vinnunni akkurat þessa daga sem við erum að flytja... :)

Við erum sem sagt flutt.. eða svona að mestu leiti... þetta er alveg eins og í draumi hérna og sérstaklega í dag þar sem veðrið var svona gott!! Þá var hægt að sitja úti á palli með sjóinn fyrir framan sig og sólina skínandi og ég er ekki frá því að mér hafi bara í stundarkorn liðið eins og ég væri komin til útlanda... ég er virkilega sátt :) Nú vil ég bara fara að fá fólk í heimsókn...

Það er allt á fullu hjá okkur í Alþjóðaráði. Skiptinemarnir okkar hrúgast inn til landsins og ég hef það á tilfinningunni að þetta verði góður vetur... ekki nema 17 dagar í skólasetningu!! (sem þýðir líka .... 33 dagar í New York!!!) ;) Amazing...

Dagskrá morgundagsins:
- Ræktin (sá er árla rís verður margs vís...)
- Meil sendingar
- Reddingar + nokkur símtöl....
- Flutningar og frágangur
- Kvöldið.. BS ritgerðin á hug minn allan...

Stuð stuð... hlakka til að sjá ykkur í heimsókn, hringiði bara á undan..

Luv, Saló

Engin ummæli: