þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Spurning um að láta aðeins heyra í sér...

Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga hjá mér!! Ég get ekki sagt að ég hafi mikið slappað af.. fyrir utan 30 mín í plokkun og litun sem hvarf þó þegar ég sá útkomuna!! :S

Hvað er helst í fréttum...
  • Við Katy héldum fyrirlestur um Academic standards at RU fyrir skiptinemana okkar
  • Útskriftarráðið mitt tók höndum saman og hélt svaka partý á Broadway fyrir skólann eins og hann lagði sig! Við fengum stuttan fyrirvara en stemmningin var mjög góð og héldu B-Uniq og DJ President öllu liðinu á dansgólfinu! Sjálf var ég í hlutverki barþjóns megnið af kvöldinu ásamt góðu fólki og seldi grimmt ;) Þess á milli var blandað geði við gestina... sem voru reyndar aðallega viðskipta- og lögfræðinemar HR...
  • Fór snemma morguninn eftir í stefnumótunarferð BÍSN, sem var haldin í rosa flottum bústað rétt f. utan Flúðir. Ég var þar næstum allan laugardaginn að funda og endaði á þvílíku grilli a'la Siggi og Danni... fengum geggjað veður og borðuðum úti. Svo skilst mér að ég hafi rétt misst af rosa showi hjá strákunum þar sem ég fór heim aftur áður en fólk fór að fara í pottinn og djúsa...
  • Vegamót og HR eru klárlega mitt annað heimili...
  • Kynningarnefnd BÍSN er búin að setja allt á fullt í tengslum við stúdentakortið og BÍSN blaðið og við í PR crewinu (ég, Rakel og Anna Lilja) erum í óðaönn að skipuleggja partý ársins í tengslum við útgáfu stúdentakortsins í septembermánuði!
  • Útskriftarráð VD04 er með margar þrusuhugmyndir í startholunum þannig að þið getið farið að vænta frétta af næstu fjáröflun mjög fljótlega...
  • BS ritgerðin okkar Heiðdísar gengur framar vonum... enda efnið hrikalega áhugavert fyrir manneskju eins og mig! Erum að sökkva okkur í lestur þessa dagana... lítur annars bara vel út!!
  • Ég er þvílíkt ánægð með að vera byrjuð í spænsku aftur... finn alveg hvað mig langar að fara aftur til Barcelona eða bara Spánar ef út í það er farið... ég hugsa mikið út Fannsa mín!!! Ekki láta þér bregða þó ég kíki í heimsókn e-n tíman í vetur! ;)
  • Vildi óska að ég gæti bætt við mig tveimur fögum í viðbót... Leadership and Change Management og Stjórnun Starfsframa... en 6 einingar ofan á þessar 21 sem ég er í fyrir á þessari önn og allt sem að ofan er talið væri kannski ekki mjög skynsamlegt move...
  • Samningagerðir og auglýsingasöfnun framundan...
  • Mig langar meira en allt að nota tækifærið og heimsækja Sullu til Ann Arbor þegar ég fer út... en þetta eru langar vegalengdir og tíminn er stuttur... gæti samt verið að maður kíkti á skyldfólk sitt í Philadelphiu og Washington það er aðeins viðráðanlegra!!
  • Verkefnavinna að hefjast í skólanum....ég ætla ekki að fá hjartaáfall yfir því þó ég sé að fara út því hlutirnir reddast alltaf á endanum!! :)
  • Vinnan kemur þarna reglulega inn á milli... því ég get ekki slitið mig frá elsku fríhöfnninni minni... líka komin með glænýtt uniform og svona... ekki leiðinlegt!
  • Ræktin kemur líka hérna inn á milli... aðallega eldsnemma á morgnana þó því ég er löt að fara á daginn.. Vantar þig Aldís mín.. er samt að spá í að fara í Les Mills Workshoppið í lok sept... það verður örugglega stuð! Það eru ekki enn komnar tímasetningar á kennaranámskeiðin... læt þig að sjálfsögðu vita um leið en er ekki ennþá búin að ákveða hvort ég velji Combat eða Jam... kemur í ljós! :)

Síðast en ekki síst!!! New York ferðin sem ég er búin að tala svo mikið um er að renna upp... aðeins 5 dagar í brottför og nánast allt ready!! Farseðill, passi, aukin heimild á visa... tómar töskur! þetta verður magnað...
Hitti einmitt helminginn af ferðafélögunum í gær í dinner á Vegó þar var farið yfir planið! Út að borða á Asia de Cuba.. tjútt á Marquee.. possibly tickets á NY fashion week og hvar helstu búðirnar eru staðsettar... everything you need to know!! Vá ég er alveg að farast úr spenningi!! :-) Anna Lilja fór líka ítarlega í gegnum verslunarhverfin með okkur Rakel.... :)

Ég held ég láti þetta gott heita í bili... Sirrí mín og stelpur, Hillary og Soffía... get ekki beðið eftir að eiga rólega helgi fyrir norðan í vetur með ykkur! það verður without a doubt keyrt í Mývantssveitina og slakað á í lóninu.. borðaður góður matur á Greifanum og tekið nett nostalgíuflipp í sjallanum eftir að hafa mixað nokkra góða kokteila :) Ég vil negla helgi... sem fyrst, svo ég geti byrjað að telja niður ;)

Stjörnuspáin mín úr mbl í dag á heldur betur vel við mig...

"Vogir og Naut eiga það sameiginlegt að laðast sterklega að allsnægtum. Vogin Oscar Wilde sagði eitt sinn: "Sérhvern þann, sem lifir eins og hann hefur ráð á, skortir ímyndunarafl""
Eins og talað út frá mínu hjarta... ;)

Saló - Dreaming of Sex and the City...

Engin ummæli: