mánudagur, ágúst 21, 2006

Þegar ég keyrði heim í kvöld eftir fund með BÍSN þá rann það upp fyrir mér... svona eiga allir dagar eftir að vera í vetur... stúss frá morgni til kvölds. Ég er heppin ef ég get eytt kvöldunum yfir skruddunum! Ég fékk hnút í magann yfir þeirri staðreynd að 10 daga ferðalag til Bandaríkjanna er óðum að nálgast og að ef ég er pínu ponsu realistic þá sé þetta kannski ekki svo sniðug tímasetning after all... en ég held samt að ef ég fer ekki og breyti um umhverfi og skemmti mér með stelpunum úti þá mun ég sturlast hérna heima! Það er samt léttir að vita að strax í lok september fer að verða rólegra í vinnunni!! Kærasti hvað... Ég þarf klárlega að læra að fara snemma að sofa...

Búin að eiga frábæra daga með skiptinemunum okkar! Orientation day gekk eins og í sögu og nýnemadagurinn líka. Endaði svo á rosalegri útilegu í Þrastarskógi!!! ;) Skemmti mér allavega konunglega og var sko bókstaflega í S-inu mínu toda la noche!! Menningarnótt var hin fínasta og það var náttúrulega ekki séns að vera heima í chillinu þrátt fyrir mikla þreytu... endaði að sjálfsögðu á Vegamótum í trylltum dansi með Katy vinkonu! Eftir vinnu og hitting vegna BS verkefnisins á sunnudaginn bauð Katy mér svo á rúntinn með Clöru, Marc og Peter.. við keyrðum um bæinn og enduðum svo á að keyra upp í Perlu og skoða þetta líka magnaða ústýni þaðan!

Það er nóg að gera og heldur betur skemmtilegir tímar framundan...

Luv!

Engin ummæli: