fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Síðasta vika er búin að vera hell... Það eru lítil minnisblöð í öllum töskum og bókum og á öllum mögulegum stöðum inni í herbergi! Ég þori ekki einu sinni að ímynda mér upp í hvað símareikningurinn minn er kominn... það er alveg óhætt að segja að ég er búin að vera upp fyrir haus frá morgni til kvölds!

En ég er að byrja að sjá afrakstur erfiðisins! Loksins er að komast lokamynd á verkefni sem ég tók að mér fyrir alþjóðaskrifstofuna. Búinn að vera mikill hausverkur í júlímánuði... en alltaf gott þegar manni tekst að ljúka því sem maður hefur haft hangandi yfir sér! :) þó það sé ekki nema brot af heildinni..
Í gærkvöldi héldum við alþjóðafulltrúar menningarkvöld uppi í skóla. Skiptinemafélögum og nemendum HR sem eru á leið í skiptinám var boðið að koma. Ég saknaði þess að hafa ekki Katy þarna með mér en það styttist heldur betur í hana :) Það var því mjög gott að sjá Telmu mína mætta á svæðið! Annars stóðu strákarnir sig líka þrusuvel! Ánægð með þá! Og mér líst vel á krakkana sem komu í gær, finn á mér að þetta verður skemmtilegur vetur!! :) Get varla beðið eftir að byrja aftur í skólanum...

En já... so much for a relaxing weekend!
Ég er búin að vera svo busy að ég er búin að vanrækja fullt af mínum bestu vinkonum!! En á morgunn fæ ég tækifæri til að bæta þeim það upp því að aðalskvísurnar ætla að hittast heima hjá Eddu og Sverri!! Þau eru að stinga af til DK í hálft ár... at least og verða með smá kveðjuteiti. Mikið á ég eftir að sakna sætu, jákvæðu vinkonu minnar!!! Njóttu þess að vera þarna sykurpúði!! Þetta á eftir að vera ógleymanlegt ævintýri...
Á laugardagskvöldið er svo grillpartý með NESU liðinu...
Stuð stuð...

Ég fékk símhringingu í fyrradag, það var Gallup. Þeir vildu fá að spurja mig spjörunum úr... ekki einir um það!! Haha... vá hvað ég er sniðug! Anyways, sagði þeim að hringja aftur tveim dögum seinna sem þeir auðvitað gerðu! Veit ekki afhverju í ósköpunum en mér finnst gaman að svara svona spurningum... alveg eins og mér finnst gaman að taka próf, ráða krossgátur og leysa verkefni sem eru með leiðbeiningum... Ef ég spái í það þá held ég að það segi dáldið mikið um mig!! Í lokin á símtalinu bauð stelpan mér að skrá mig á lista þar sem ég gæfi leyfi til að láta "trufla mig" reglulega... ég þáði það bara með glöðu geði, sérstaklega þar sem það er séns á því að vinna einhvern pening sem rennur í styrktarsjóð fyrir þá sem minna mega sín!! "My interests are... world peace" ;)

En svona að öllu gamni slepptu þá er ég bara nokkuð hress, keypti mér skópar í dag og er bara alsæl með það! :) Ætla að leggjast ofan í heitt bað fyrir svefninn... aaahh....

Luv

Engin ummæli: