miðvikudagur, september 13, 2006

THE WONDERS OF NEW YORK CITY

Ég á eiginlega ekki orð sem lýsa því hversu æðisleg þessi borg er! Ég skemmti mér svo ótrúlega vel með stelpunum og hafði það svo hrikalega gott síðustu 9 daga að ég er klárlega endurnærð og til í slaginn aftur!

Ég held að ef ég færi að lýsa ferðinni frá A-Ö þá myndi enginn nenna að lesa færsluna þannig að ég ætla bara að telja upp það helsta...

- sat frammí hjá flugstjórum hálfa leiðina út... hinn helminginn á Saga Class... næs! Mjög skemmtileg upplifun! Matt Damon sat tveimur sætum frá mér... ;)
- Þegar komið var til New York þá var ég eins og Marilyn Monroe myndi segja... just a small girl in a big world... en ég var svo heppin að kynnast æðislegum strák sem flaug með mér út og býr á Long Island og hana Ingu sem var með mér í Versló og býr úti í NY því þau hjálpuðu mér að komast á leiðarenda áfallalaust. Takk fyrir það!!
- Kynntist æðislegum stelpum, sumum alveg from scratch og öðrum betur... þið gerðuð þessa ferð að því sem hún varð elskurnar!! Hlakka til að hitta ykkur aftur :)
- Mikið verslað... enda ekki annað hægt!! Victoria's secret, H&M, Abercrombie og Fitch, Guess, Forever 21, Mac, Urban Outfitters, Old Navy, Gap... Name it! (I think I lost myself....)
Við stelpurnar gerðum einmitt grín að því að sumar okkar yrðu sennilega eins og gellan í The Excorsist í búðunum... hausinn færi í hringi og við myndum æða eins og brjálæðingar í gegnum búðirnar rífandi hverja pjötluna á fætur annarri í fangið og kveikja í kreddaranum... well.. it almost happened!!
- Fengum einn rigningardag... og ég keypti mér 2 regnhlífar. Alla hina dagana fengum við steikjandi hita og sól... æðisleg tilbreyting frá mjög svo glötuðu íslensku sumarveðri!
- Fór í manicure og pedicure... var alveg að upplifa drauminn to the fullest... ;)
- Birna kom okkur í partý með Kiefer Sutherland og þar kynntumst við fullt af æðislegu fólki! hárgreiðslumönnum, ljósmyndurum, editorum, tónlistarmönnum, business fólki... I had fun! ;)
- Fórum í magnað útsýnisflug með þyrlu að kvöldi til... þessu flugi fylgdi endalaust fyndið atriði... þyrluRóbert... say no more!
- Fórum í limmó...
- Fórum á geðveika veitingastaði!! Fyrir utan frekar ógeðfelldan pastarétt í Little Italy...
- Maður hafði það nú eiginlega of gott í mat og drykk... (ræktin á morgun!)
- Allir voru ótrúlega vinalegir og opnir, margir vildu fá að koma með okkur heim til Íslands..
- Mjög skemmtilegt að sjá hvernig íbúar Manhattan breytast útlitslega þegar maður fer úr einu hverfi í annað... t.d. úr Soho yfir í Chinatown og þaðan yfir í Little Italy... það er eins og að hoppa úr einu landi í annað!! En æðislegt samt sem áður...
- Times Square er geðveikt... ótrúlega amerískt og mikill glamúr yfir því...
- Fórum tvisvar í tour bus... einu sinni að degi til og svo aftur seinna um kvöldið og keyrðum þá yfir Manhattan Bridge yfir til Brooklyn... það var þvílíkt flott að sjá ljósin á Manhattan í myrkrinu!
- Maður komst eiginlega ekki hjá því að vera dáldið hrærður þegar við fórum að skoða "ground zero" ofboðslega mikil sorg sem maður skynjar... ég tala nú ekki um í gær, 11. september sjálfan... við vorum ekki svo langt frá turnunum og sáum því fullt af fólki ganga í átt að þeim með blóm á leið að minnast hinna látnu og votta virðingu sína.
- Fór í guided tour í hjólakerru um Central park..
- Gleymdi mér í Barnes&Noble og keypti mér bæði Good to Grea e. Jim Collins og Jack Welsch; Straight from the Cut.

Æðisleg ferð frá upphafi til enda!! Myndirnar munu tala sínu máli og fara að koma inn!! Þetta er klárlega draumaborgin... ég væri alveg til í að prófa að búa þarna... aaawww... man... þetta var rosa næs!! Maður lifði eins og prímadonna!!

En samt sem áður nice to be back home... hlakka til að sjá ykkur aftur!
Real life er tekið við..
Luv

Engin ummæli: