sunnudagur, september 03, 2006

Hjartað slær örlítið hraðar en vanalega og ég er með fiðrildi í maganum! Ég held ég verði að viðurkenna að ég er pínu kvíðin fyrir morgundeginum...
Ég er á leiðinni til New York ein míns liðs... stelpurnar koma allar sólarhring seinna!! Ég flýg nefnilega á stand by miða og allar vélar eru stútfullar þannig að ég vil ekki taka neina sénsa! Ég hef aldrei áður komið til Bandaríkjanna en ég er þó vön að ferðast ein þannig að það hjálpar nokkuð til! Ég á örugglega eftir að vera dáldið lost og pínu einmana in the big city annað kvöld.... En ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir þennan óróleika hlakka ég ofsalega til!!
Hótelið okkar er staðsett í Tribeca sem er ekki svo langt frá Soho hverfinu þannig að ég sé fyrir mér að vakna snemma og rölta aðeins um hverfið... kíkja upp í Greenwitch Village og njóta dagsins og veðurblíðunnar (spáð 23 stiga hita og sól!!) í rólegheitunum... setjast á kaffihús og kaupa mér nýjasta Vouge svo ég sé með á nótunum þegar ég byrja að versla með stelpunum ;) Ég veit samt að sms frá ykkur myndi definetly fá mig til að brosa út í annað ef ég verð eitthvað lítil í mér... :)

Þetta er annars búin að vera frábær helgi, fórum í vísó í KB banka í gær og þaðan á Angelos, lita staðinn við hliðina á Barnum. Mjög næs staður og staffið þar líka :) Við Mn'M rákumst á einn starfsmann Actavis sem var þarna að skemmta sér og ég held bara að við höfum étið hann lifandi!! ;) Ég ætla ekki að segja á hvaða skemmtistað megninu af kvöldinu var eytt með skiptinemunum okkar... því það myndi hreinlega skemma mannorð mitt ;) en við skemmtum okkur allavega rosalega vel :)
Í kvöld komum við yndinu okkar honum Marc á óvart með því að við Katy og allir skiptinemarnir tókum okkur saman og héldum crazy surprise afmælisparty fyrir hann! Hann varð 25 ára í dag og við keyptum líka handa honum rosa kúl afmælisgjafir! Víkingahjálm, bol og Jeff Who diskinn.. hann var mjög sáttur líka og hjálmurinn var þvílíkt vinsæll! Skemmtum okkur þvílíkt vel!! Verð að fara að koma upp myndasíðu...

Anyways... kannski ég ætti að fara að huga að því hvað ég ætla að taka með mér út... reyna að skipuleggja mig aðeins! Sem betur fer er ég alveg dauðþreytt... svaf lítið í nótt ;) þannig að ég á eftir að steinsofna þegar ég leggst niður...

Varðandi ferðina og NYC þá eru öll tips vel þegin :)

Well... kossar og knús... hlakka til að sjá ykkur þegar ég kem heim aftur!! ó mæ gad, ó mæ gad ó mæ gad.... :)
Luv

Engin ummæli: