laugardagur, september 23, 2006


Það er búið að vera nóg að gera síðan ég kom heim frá New York. En því miður hef ég kannski minnst lagt áherslu á skólann... meira félagslífið! En ég hef ákveðið, eins og góð vinkona mín gerði fyrir sig, að taka mig í smá sjálfsskoðun og fara að raða hlutunum í rétta forgangsröð!

Síðasta vika fór aðallega í þetta;
- vinna
- Tief shcwarcz tónleikar á NASA um síðustu helgi með Katy og Ölmu
- opnunarpartý í búðinni hans Úlla "Módern"... sleppti mér alveg í draumaheimum þar!!
- skiptinemapartý
- ræktin... með hálfum hug þó :S
- BÍSN fundir...
- Stúss og skipulagning á útgáfupartýi sem var haldið í gærkvöldi á Barnum! Tékkið á þessu www.studentakort.is
- Útskriftarráðsfundir...
- Alþjóðaráðsfundir...
- Framleiðslustjórnun...

Ég átti stutt samtal við einn kennara uppi í skóla í vikunni. Hann sagði mér að það myndaðist alveg sérstakt andrúmsloft á seinni önninni hjá þriðja ári... ég er nú þegar farin að fá fiðring í magann og hugsa mikið um hver mín næstu skref verði. Hvað langar mig að gera? Það er miklu erfiðara en ég hélt að gefa sér tíma og hugsa hvað mann langar og hvert maður stefnir sérstaklega þar sem sú ákvörðun getur haft mikið um framtíð mína að segja. Ég hef hugsað mér að fara að stunda yoga svona einu sinni til tvisvar í viku og athuga hvort að ég nái þannig að einbeita mér betur að þessu. Ég er allavega alveg með það á kristaltæru að ég er ekki á leiðinni að starfa fyrir bankana... ef það verður eitthvað fjármálatengt þá fer ég í annars konar fjárfestingarfyrirtæki! En eins og er þá liggur hugurinn... ótrúlegt en satt... út í heim! Allt í vinnslu... ;)

Spurning um að fara aðeins aftur upp í rúm... var að koma heim úr vinnunni og er að fara í óvissuferð með Stúdentafélaginu seinna í dag.. :)

Love,
Saló

Engin ummæli: