þriðjudagur, september 26, 2006

Ég er í skýjunum!! Þessi dagur hefur klárlega verið full of surprises! :)

Í dag átti að vera fundur í skólanum til að kynna Alþjóðaviku HR, sem verður haldin í október, fyrir nemendum! En það var ekkert smá léleg mæting á fundinn... þannig að ég var ekkert of sátt! Anyways... en þeir sem mættu eru virkilega góðir kandídatar og ég hlakka mikið til að vinna með þeim við undirbúning og framkvæmd Alþjóðavikunnar! :) Það eru komnar upp á borðið magnaðar hugmyndir og ég vona bara að við náum að framkvæma það allt...
Til okkar kom m.a. ein stelpa sem heitir Kristín eða Di og er frá Kína. Hún er með okkur í viðskiptafræðinni. Hún hefur líka unnið dáldið með okkur Alþjóðafulltrúum í tengslum við skiptinemana. Hún bauð okkur Katy að koma með sér í kvöld í móttöku á vegum kínverska sendiráðsins þar sem verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Kína sem er 1. október. Að sjálfsögðu þáðum við það flotta boð og mættum niður í Ráðhús seinnipartinn í dag. Þetta var ekkert smá glæsilegt. Við skoðuðum ótrúlega flottar myndir frá Kína og fengum kínverskan fingramat. Mér fannst þetta þvílíkt áhugavert allt saman og við fengum að spjalla aðeins við viðskiptafulltrúa kínverska sendiherrans sem hafði margt fróðlegt að segja okkur. Alveg frábært eftirmiðdegi!

En ef það sem ég er að fara að tilkynna er ekki samkvæmt sjálfri mér þá veit ég ekki hvað er það...
Eins brjálað og er að gera í skólanum og öllu öðru stússi hef ég samt tekið ákvörðun um það að fara á vegum BÍSN á ráðstefnu í Kaupmannahöfn um helgina. Málið er að mér bauðst þetta bara fyrr í dag og ég gat ómögulega hafnað þessu frábæra tækifæri!

Ráðstefnan ber yfirskriftina NOM sem stendur fyrir Nordic presidential meeting. Aðalumfjöllunarefni hennar verður svokallað qualifications frameworks sem snýst fyrst og fremst um það að endurskoða og endurmeta einingafjölda allra kúrsa sem kenndir eru í háskólum. Þetta hefur verið í umræðunni undanfarið og að sjálfsögðu á fundum hjá BÍSN einnig. Ég tel það mikilvægt að meta hvern kúrs fyrir sig því það er beinlínis ósannngjarnt og óeðlilegt að langflestir kúrsar í t.d. viðskiptafræðinni hjá mér séu metnir til 3 eininga eða 6 ECTS þegar í sumum þeirra er klárlega mun meira vinnuálag en í öðrum. Þannig að ég hlakka mikið til að fara þarna út og taka þátt í þessari ráðstefnu. Ég bind líka vonir við að ég geti notað tækifærið og hitt bæði Aldísi og Eddu Láru sem eru staddar í Köben í námi!!

Ég held það sé því mál að fara að byrja að læra eitthvað af viti... ætla reyndar að skella mér í bíó líka með Soffíu minni sem var að skila BS ritgerðinni sinni!! Hún er reyndar líka að fara til Köben á fös... :) Annars þá kemur þetta allt með kalda vatninu... :)

Engin ummæli: