fimmtudagur, mars 27, 2008

"Ég get staðist allt nema freistingar" - Oscar Wild

Enn ein helgin... tíminn líður alveg skuggalega hratt!

Tók almennilega æfingu í morgun eftir að ég var búin að kenna Jump Fit. Fannar mætti með listasögubækur til að lána mér og get varla beðið eftir því að eiga rólega stund með sjálfri mér um helgina til að lesa bækurnar sem liggja á náttborðinu mínu...

En það er nú samt nóg um að vera... og það er ekki verið að gera manni auðvelt fyrir í átakinu...

Við Rakel erum að fara í kokteil kveðjupartý til Bolla á morgun því hann er að flytja til Japan! og svo er reunion partý fyrir HR liðið á B5 annað kvöld! Ef ég þekki okkur rétt þá verður það one to remember... náttla snarklikkað lið.. ;)

Á laugardaginn er Jump Fit kynningartími í Sporthúsinu kl.11.10 - allir velkomnir - spread the word!! ;)
Svo á víst að fara að taka mig í smá golfkennslu... það verður eitthvað skrautlegt... því við skulum ekki gleyma því að ég fór 1. holu í Hveró síðasta sumar á svona ca 40 höggum og spændi upp allan völlinn!! En ég er búin að vara viðkomandi við... hehe..
Núsi er með heljarinnar afmælispartý um kvöldið og ég er búin að lofa að kíkja og segja hæ ;)
Lét Bjarneyju samt plata mig á æfingu snemma á sunnudaginn til að halda mér í skefjum ;)

Stóra systir er að lokka mig yfir... treystir á mig til að vekja hana í fyrró... ræktin kl.7!!


Kynningartími laugardaginn 29. mars kl.11.10 í Sporthúsinu!
Allir velkomnir :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við þjörmuðum aldeilis á vellinum í Hveró....honum var lokað í viku vegna grasleysis...

Ætli þú náir að berja kilfunni í gegnum stéttina í básum!!!! það er spurning, svo er alltaf spurning hversu langt þú nærð að skjóta deitinu þínu ef þú slærð hann í hausinn.

Hlakka til að sjá þig í básum á laugardaginn....var það ekki örugglega kl 17:00??
Svar óskast

Salóme sagði...

Rakel.. hvað ertu að taka inn?? Það sama og kötturinn???
Eru ekki til einhver lyf við þessu... ??

Ég fæ amk kredit fyrir effort... að prófa og leggja mig fram... eins og með línuskautana... þær verða notaðir meira í sumar... ég er að segja þér það...