þriðjudagur, mars 25, 2008

Maður er manns gaman!

Eðlilegt.... ??
Einu sinni sem oftar var ég stödd á Vegamótum, var búin að sitja í góðum félagsskap með Rakel vinkonu og einhverjum strákum... höfðum keypt okkur eina hvíta og vorum í svaka fíling! Ég var eitthvað upptjúnuð því ég átti deit við strák sem ég var búin að vera dáldið spennt fyrir... anyways... ég skrepp inn á wc og er eitthvað að flýta mér...
....þeir sem þekkja mig vita að ég er endalaus klaufi... alltaf að reka tásurnar í eða meiða mig í vitlausa beininu eða eitthvað álíka óhappalegt...
...ég sem sagt stend upp af wc í flýti og það vill svo óheppilega til (kemur á óvart!) að ég rek ennið í handþurrkuna... þessa huges vél sem hangir á veggnum beint fyrir framan klósettið! - Hvað er það??? Ég eiginlega rotast pínu... sný mér við og lít í spegilinn og fæ hjartaáfall og með því!!!!! Hausinn á mér stækkar og stækkar og stækkar og ég er við það að fara að grenja!!! Ég stari bara í spegilinn... og ég sver það að ennið á mér bólgnaði nánast upp um hálfa hausstærðina...
Ég reyndi að kæla bólguna en það var ekkert að ganga... til allarar hamingju var ég með hárið slegið... ég gekk út af klósettinu viti mínu fjær... reyndi að ná athygli Rakelar sem var komin í fangið á einhverjum heitum dansara... sem gefur að skilja að það varð ekki auðvelt... þegar hún loksins dröslaðist til mín sagði hún að þetta væri ekkert svo áberandi... að ég skyldi bara hafa hárið fyrir! -Einmitt!! Ég hélt nú aldeilis ekki... enda var þetta án gríns á stærð við tennisbolta! fór beina leið út, inn í næsta sjúkrabíl og upp á slysó... bannaði henni að koma með og hringdi í staðinn í pabba... - sat svo hálf ringluð og skömmustuleg með kælipoka á enninu hjá myndarlega lækninum... deitið mitt bauðst að sjálfsögðu til að koma heim og hjúkra mér en ég var ekki í stuði fyrir læknaleik eftir þetta ævintýri... enda var ég uppdópuð og útgrenjuð fyrir að vera svona ljót!! ég fékk riiisa glóðarauga nokkrum dögum seinna sem ætlaði ekkert að fara! - mjög töff...

Ég hef sko heldur betur varað mig á þessu tryllitæki á salerninu á Vegó eftir þetta...

Við Rakel erum komnar í brjálað átak fram að afmælinu hennar... ekkert tjútt fram að því... bara eitthvað rólegt og rómantískt... sem er alls ekki verra... komin með nóg í bili... en svo ætlum við að dilla okkur hressilega þann 19.!!

Maður er mættur á mjög ókristilegum tíma í ræktina á morgnana og aftur á Jump Fit eða hlaupaæfingar um kvöldið.... það er svo gott að vera komin í gírinn aftur... ætla að massa þetta Bikarmót í nóv!! God damn'it!!

Ætla mér alltaf svo snemma að sofa... en það hefur ekki ennþá tekist... sit hérna heima hjá systur minni sem getur ekki vaknað nema hafa mig á staðnum til að vekja sig... hehe ;) ætlum á æfingu í fyrramálið.. kisa lætur mig ekki í friði... ég held hún skynji það hvað ég vil ekkert með hana hafa... er eittvað að mjálma og vonast til þess að ég strjúki á henni mallann...

Nokkuð öflug byrjun! I'm back...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað myndi maður gera án þín.. í alvörunni lífið væri sko ekki nógu fyndið ef maður ætti ekki eitt stk Saló svona til að krydda uppá tilveruna =O*

Hjördís sagði...

nooooh! en klaufalegt!!

welcome back :)

Nafnlaus sagði...

Veiiii gaman að fá þig aftur.

En vá þetta kvöld var rosalegt. Shit hvað ég grenjaði þegar ég las þetta....og ég að reyna telja þér trú um að kúlan sæist ekki svo þú yrðir lengur....

Vá......jerímías

Nafnlaus sagði...

Hehehe... takk Jóhanna mín... ég get ekkert að þessu gert... ;)

Vei Hjödda - hæ!! Hvenær eigum við að fara til sólarlanda??

Já þetta kvöld verður sko lengi í minnum haft hahaha... þú honestly ætlaðir bara aðeins að laga hárið svo þetta sæist ekki... en sé mig í anda á dansgólfinu.. hefði bara stangað allt fólk í 1m radíus í kringum mig..
jesús.. good times!!

Nafnlaus sagði...

HEHE þetta var búsið að tala...
En mér finnst þú falleg með horn eða án horns

Nafnlaus sagði...

ahahaha... æææ ég man eftir þessu! Svo óheppilegt!

Anyways gaman að sjá þig á vegó um helgina í 2 sec ;)

kv, Heiðdís

Salóme sagði...

Dísa skvísa sömuleiðis... í mýflugumynd! Þú ert alltaf jafn sæt :)
Allt of langt síðan ég hef hitt þig almennilega... þurfum að fara að taka update...