miðvikudagur, mars 26, 2008

Word Play

Bjarney hringdi í mig áðan og spurði hvað væri langt í mót... ég fékk gæsahúð!! Ætlum að endurvekja jellybellies síðuna og vera svona duglegar eins og við vorum fyrir jól... myndir og mælingar og allur pakkinn... líst rosa vel á það :)

Verð nú að viðurkenna að ég snoozaði af mér ræktina í morgun... átti að vera ábyrgðarfulla systirin og sjá um að vekja okkur báðar eeeen... það gekk ekki alveg eftir... ég var líka massapirruð frameftir degi yfir því!! Tókum bara þeim mun betur á því í ræktinni seinnipartinn og fór svo að kenna Jump Fit í kvöld... en þessi leti verður ekkert í boði aftur... það er alveg á hreinu!

Það er svo hrikalega gott að vera dottin í gírinn aftur...

Las skemmtilega grein í Markaðinum í dag eftir Gumma markaðsstjóra hjá Icelandair í London. Hún fjallaði um það að óskynsamlegt væri fyrir íslensk fyrirtæki að draga saman seglin í markaðsstarfi sínu þrátt fyrir niðursveifluna í þjóðfélaginu. Hann benti á að fólk skyldi horfa fram í tímann því það er nefnilega þannig að markaðurinn leitar í jafnvægi og mjög líklega munu hlutir verða komnir á gott skrið aftur um áramótin næstu. Og hvar verður brandið þitt þá? Gleymt og grafið því fyrirtækin ákváðu að skera niður í markaðsstarfinu á kostnað einhvers annars eða on top of mind hjá viðskiptavinunum því fyrirætki áttuðu sig á því að í kreppu leynast tækifæri! Mjög áhugaverð grein að mínu mati.
Ég fór svo að velta því fyrir mér hversu áberandi mér finndist Glitnir hafa dregið sig til hlés í markaðssetningu á meðan að maður sér Kaupþing auglýsa sig alls staðar.... og er ég nú sjálf í viðskiptum hjá Glitni! Klárlega eitthvað til að spá í...
Skemmtilegur bransi... ;)

Farin í háttinn... Jump Fit æfing snemma í fyrramálið!! ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahah mér finst snilli að þú hafir rotast á þurkaranum...

hahahah

kv hildur maria