mánudagur, mars 31, 2008

It's a good thing tears never show in the pooring rain!

Ég er búin að vera á þeytingi í allan dag svo það er geðveikt næs að leggjast niður núna... var að koma heim af æfingu, kveikti á kertum og hef það kósý... það eina sem vantar er kannski einhvern til að nudda minn þreytta líkama...

Er heldur betur búin að finna taktinn aftur... farin að mæta á æfingar tvisvar á dag og kenndi svo einn Jump Fit tíma í kvöld líka! Get ekki hætt.. þetta er fíkn! Eykur endorfínmagnið svo um munar og ég er bara endalaust hamingjusöm...

Það versta við þetta er að maður verður svo einbeittur svo maður verður ósjálfrátt svakalega upptekinn af sjálfum sér (teljiði bara hversu oft ég segi "ég" í þessari færslu) en á móti kemur reyndar að maður smitar út frá sér og fær annað fólk til að hugsa um heilsuna, mataræði og hreyfingu... það er góð tilfinning og meira pepp en nokkuð annað! En maður er klárlega nett steiktur í hausnum á meðan maður æfir svona stíft... svo þið verðið að gefa mér smá séns!
Að mæta í ræktina er fyrir mér félagslegt því ég æfi yfirleitt með einhverjum vinum mínum og hitti svo enn fleiri á æfingu, hvort sem er í Laugum eða í Sporthúsinu. Í dag var ég reyndar ein að lyfta og mér finnst fátt leiðinlegra, fyrir utan það að maður reynir oftast miklu meira á sig ef maður hefur lyftingarfélaga. - þannig að þegar að einhver gaur fór að segja mér til í bekkpressunni... leyfði ég honum ekkert að fara... hann sýndi mér heldur enga miskunn og mig svíður enn í brjóstvöðvana!! Verst að Valdís var ekki með... henni hefði verið heldur betur skemmt yfir stelpuveinunum í mér við hverja lyftu... hún fær nefnilega stundum svo mikið kast yfir þessu að hún getur ekki staðið í lappirnar... skil það ekki.. hehe ;)

Nóg að gera í vinnunni og ég er í góðu jafnvægi...
Jump Fit kennsla kl 6.30 í fyrramálið... maður er nagli... ;)


3 ummæli:

Hjördís sagði...

ég dáist af því hvað þú ert dugleg...
þarf að finna minn kraft again!

Salóme sagði...

Æ hvað þú ert sæt! Koddu bara í jump fit skvísa!!! ;)

Hjördís sagði...

já held það... haltu áfram að láta mig vita um prufutíma og ný námskeið.
knús