mánudagur, ágúst 04, 2008

Ég er í sælufjötrum!!



Ég á ekki orð til að lýsa hversu geeeeðveik upplifun þjóðhátíð var... af hverju var ég ekki löööngu búin að fara???

Þetta er algjör útópía.. maður er kominn inn í einhvern annan heim!! Magnað...

Við bjuggum með svakalega fínu liði á besta stað í bænum! Vorum held ég 15 í húsinu þegar mest var og svo var tjaldað í garðinum. Það var eins og við hefðum öll þekkst í mörg ár... algjör snilld! Svo hitti ég svo mikið af skemmtilegu fólki... allir svo hressir og allir þarna til að skemmta sér út í rauðan dauðann!! Ekkert annað!

Við skemmtum okkur svo brjálað vel!! Ferðuðumst með bekkjabílunum allt sem við þurftum að komast.... og bara það eitt er upplifun út af fyrir sig!! Þjóðhátíðarlögin í botni og maður söng sig hásan með....

Þjóðhátíðar-Jóhanna vinkona mín og Nancy voru duglegar að fræða mig um þjóðhátíðarreglurnar jafn óðum...

Við vinkonurnar vorum on fire þarna... reyttum af okkur aulabrandarana sambýlisfólki okkar til mikillar skemmtunar... ég veit ekki hvað þau halda um okkur... en eitt er víst að Þjóðhátíðar-persónan er ekki sama manneskja og í raunverulega lífinu.... hehe...

Eyjapeyjinn og vinur minn hann Trausti bauð okkur í gítarpartý og gaf okkur að smakka þjóðarrétt eyjamanna - reyktan Lunda með smjöri... sem mér fannst svaaaakalega góður!!! :)

Við Rakel vorum svo með Jump Fit atriði á sunnudeginum sem lukkaðist ótrúlega vel! :) (dísöss... það verður ekki auðvelt að koma sér af stað aftur í ræktinni...!!)

Þetta var ógleymanleg helgi út í gegn... Ég hugsa annars að ég taki "what happens in eyjar... stays in eyjar" á þetta... er að hlaða inn myndum á facebook... þær segja oft meira en þúsund orð!!

Takk fyrir frábæra verslunarmannahelgi!! Strax farin að telja niður í næstu þjóðhátíð! :) Enn með gæsahúð...

Þjóðhátíð ég elska þig!!!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vissi að þú yrðir ekki svikin ;) Þetta er án efa mesta partýstemmning sem hægt er að upplifa!

Saló sagði...

Ójá... þetta er engu líkt!! :p

Nafnlaus sagði...

ég get ekki beðið eftir að komast aftur í dalinn =O)
Eins gott að þú komir með þá líka skvís =O*

Saló sagði...

Ég kem sko með - það er ekki spurning... 360 dagar og ég er byrjuð að hlakka til!!! :p

Hjördís sagði...

ótrúlegt að hafa ekki rekist á þig :)

Saló sagði...

Nákvæmlega!! Ég beið eftir kommenti frá þér hehehe... ég ætlaði að kíkja á básinn þinn en það var um dag og þá var náttla allt lokað... en ég mæti spræk að ári... djöfull var þetta gaman!!

Sella sagði...

Ohhh ekki tala um Þjóðhátíð....ég var sko hálf vængbrotin hér í Köben vitandi af fullt af skemmtilegu liði í Eyjum - þetta klikkar ekki ;) Ég verð svo sannarlega í dalnum á næsta ári!

Hjördís sagði...

básinn minn??? móðgun er þetta! Tjald kona, Tjald!! :)

bíddu og lokað ? Hvar ætlaðir þú eiginlega að hitta mig ?? hahaha ég skil ekkert hvað þu ert að fara hahaha

Saló sagði...

Hehehhe... rétt skal vera rétt, tjald og ekkert venjulegt tjald!

Ég ætlaði að koma í tjaldið en það var lokað... rennt alla leið niður... hehehe...

Nafnlaus sagði...

hahhaha ég sagði nákvl. það sama eftir fyrstu þjóðhátíðina mína, afhverju hef ég ekki farið fyrr, þetta er bara OF gaman :)
Ætla sko ekki að láta mig vanta næstu árin:)

Unknown sagði...

Ekki skemmdi það fyrir þér að vera lang sætasta stelpan í dalnum.....
Takk fyrir síðast

Saló sagði...

Sigga! Við sjáumst sko bókað aftur í dalnum að ári... ég hlakka endalaust til!! Þessu ætla ég ekki að missa af aftur! hehe..

Awww... Helena sæta... svo gaman að hitta ykkur og gaman að þið náðuð að sjá Jump Fit sýninguna :) Takk fyrir síðast.. hlakka til að sjást aftur í hitting hjá fríhafnarskvísum í haust.. ;)