miðvikudagur, júlí 05, 2006

Ætli snyrtifræðingar hugsi einhvern tíman "ó fokk" þegar þeir eru til dæmis að lita eða plokka augabrúnir... var að pæla í því áðan þegar ég fór í mitt annað skipti á snyrtistofu til að láta lita á mér augabrúnirnar... var dáldið kvíðin yfir því að ég kæmi út eins og ég veit ekki hvað.. því maður veit best sjálfur hvernig maður vill hafa þær en svo var ég bara voða fín!! Ég gerði þetta við fyrrv.tengdó og ömmu hérna áður og þá komu alveg "ó fokk" moment hjá mér ef maður plokkaði burt eitthvað vital eða litaði pínu útfyrir... en það reddaðist alveg og þær voru voða fínar á endanum!! Þetta er bara pæling..

Fór í háskólaútileguna um síðustu helgi. Hitti þar mann og annan. Náðum að tjalda í brjáluðu rokrassgati með hjálp Ásgeirs hennar Söru á meðan hún og María grilluðu ofan í liðið. Við Krissa vorum frekar sophisticated þar sem við borðuðum á picnic teppi með diska, hnífapör, salat og glös! Ég bætti um betur og drakk hvítvín! Ég tók þátt í rugby... eða tók þátt... setti mig í hlutverk liðstjóra og hljóp eins og brjálæðingur fram og til baka á vellinum. Endaði með harðsperrur dauðans í maganum... Annars verð ég að viðurkenna að eins skemmtilegt og það getur verið þá eru útilegur bara just not my thing... Ég missti vitið og er ennþá að leita að því. Held ég canceleri útilegunni sem var plönuð í lok mánaðarins...

Nokkrir dagar í flutninga...
Aðeins fleiri dagar í New York....
Stundaskráin er komin fyrir ykkur HR-ingar... sumarið fór algjörlega fram hjá mér!!
Fékk meil frá Rosaria, Edouardo og David.. my friends from ESADE, Barcelona.

Hafiði tekið eftir því að það eina sem fólk talar um er HM eða veðrið... how sad!!
Viva Italia...

Engin ummæli: