fimmtudagur, júlí 27, 2006

Eru endar að ná saman? Já ég held það... hlutirnir mjakast í rétta átt allavega!!

Er búin að gera örugglega 8. "to do" listann í þessari viku... sumir hlutir eru ennþá á honum en aðrir hafa fengið forgang og klárast. Það er góð tilfinning að strika yfir hluti á svona listum...

Ég get algjörlega staðfest það að þetta sumar hefur liðið jafn hratt og elding!! Ég hef varla svo hægt sé að segja, leyft mér að fara út á land... en ég stefni á að bæta úr því við fyrsta tækifæri!! Mývatnssveitin og Norðurlandið verða without a doubt fyrir valinu...
En ég þurfti að gefa upp útileguna fyrir austan um helgina á kostnað skynseminnar... :( Það er víst nóg að gera...

Dagskrá helgarinnar:
1. Vinna...
2. Fundur með Ölgerðinni í hád. á morgun
3. BS ritgerð... undirbúningur...
4. pakka niður (flyt á mánudag!!)
5. Fundur með Alþjóðaráði
6. Fundur með Stúdentaráði
7. Ná almennilegum samningum við helstu skemmtistaði borgarinnar fyrir BÍSN
8. Senda nokkur meil...
9. Bílastúss...

...en ég ætla nú samt sem áður fyrst og fremst að reyna að einbeita mér að því að slappa af og hafa það gott í faðmi fjölskyldunnar og góðra vina... :)

Góða helgi beautiful people...
Luv

Engin ummæli: