föstudagur, október 06, 2006

Lá uppi í rúmi að lesa lögfræðina... búin að klæða mig í flíspeysuna sem ég fékk frá vinnunni í gær og hugsaði mikið um að ná í ullarsokka til að smeygja mér í líka! Þegar ég var komin á fætur þá ákvað ég bara að fá mér coke glas og fara aðeins í tölvuna... Það er rosalega kalt... m.a.s. fingurnir á mér eru ískaldir... þeir eru það reyndar yfirleitt... en eins og mamma segir alltaf: kaldir fingur = hlýtt hjarta :) Mamma er svo klár!
Ég er frekar sjúskuð... búin að vera að vinna í BS í allan dag og svo beint að vinna og svo heim og er í algjöru letikasti núna... var að spá í að kíkja aðeins út í kvöld en er ekki alveg að nenna því... ætti hvort sem er að nota tímann og lesa meira í lögfræðinni. Er alveg til í að fara aftur undir sæng og lesa... þessi lögfræði er líka mjög skemmtileg!! Bróðir minn verður örugglega ánægður að heyra það... þó ég hætti mér varla í lögfræðiumræður við hann... ekki nóg með að ég sé að læra VIÐSKIPTAlögfræði í HR heldur er ég að fara yfir námsefni 5 námsára á einni önn.... honum finnst það ekkert gamanmál!
Fór út að hlaupa í morgun... elska lyktina af haustinu! Sippaði líka með nýja Nike sippubandinu mínu... sem ég er búin að telja mér trú um að sé að sjálfsögðu miklu betra en öll önnur sippubönd því það er jú NIKE!! Ég held ég geti varla neitað því að ég sé af þessari umtöluðu tískuneyslukynslóð. Kaupi hluti sem eru rándýrir bara af því að þeir eru meira kúl og gera mig þar af leiðandi að mega pæju... fer út að borða og kaupi mér kokteila og fer til útlanda á tveggja vikna fresti... segiði svo að námsmenn hafi það ekki gott!! Námslánin covera þessa neyslugleði reyndar engan vegin en ég er jú vinnandi manneskja og þegar allt þrýtur þá er það bara gamla góða visakortið... það er hvort sem er kúl að eiga fullt af vildarpunktum ekki satt!! (fyrir þá sem ekki þekkja mig... þá er þetta að sjálfsögðu kaldhæðni)

Ég komst að því um daginn að umræður um skólagjöld eru mikið hitamál fyrir mig! Ég kemst hreinlega í uppnám þegar fólk er á móti þeim!! Ég finn meira að segja fyrir því núna hvað ég æsist upp við að skrifa þetta!! Helstu rökin "jafn aðgangur að námi!!! ekki mismuna fólki um aðgang að námi á fjárhagslegum grundvelli" --- Ok í fyrsta lagi þá þarf að skoða þetta í aðeins víðara sjónarhorni heldur en þessu... það er alltaf gott og blessað að bera umhyggju fyrir náunganum en honestly þá held ég að málið sé bara ekki alveg svona simple! Það væri ekkert leiðinlegt að vera með super einkunnir og komast svo bara inn í Harvard léttilega þar sem ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af skólagjöldum, því þau hefðu verið felld niður! EN... um leið og það yrði gert væri að mínu mati verið að gengisfella námið við Harvard! Það eru há skólagjöld þar on purpose! Hærri skólagjöld = hærri laun kennara, Hærri laun kennara = auðveldara að fá hæfari kennara til starfa, Hærri skólagjöld = meira fé til dýrmætra rannsókna, Hæfari kennarar = betri kennsla, betri kennsla + dýrmætar rannsóknir = betri háskóli!! Betri háskóli = hæfari útskrifaðri nemendur = aukin framleiðni = aukin velsæld þjóða!! Ég vil meina að hver sé sinnar gæfu smiður!! Fyrir þremur árum hefði ég gefið allt til að komast í draumanámið mitt í London... en það gekk ekki upp þar sem ég var ekkert skynsamari í peningamálum á mínum yngri árum og svo lánar LÍN ekki fyrir skólagjöldum í grunnnámi (ennþá)! My fault... Ég geng ekkert í vinstri flokka og betla um ókeypis nám, ég fer bara aðra leið að því! Tek til dæmis bara lán... það er í tísku! ;)

Vá... Salóme bara orðin pólítísk! Ég ætla að biðja ykkur um að taka mig ekki of hátíðlega... þetta er frumraun og eðlilegar afleiðingar af langri setu með mjög svo vinstrisinnuðum stúdentafélögum Norðurlandanna og baltnesku ríkjanna... það eru örugglega einhverjar röskemdarvillur hér að ofan... enda treysti ég mér aldrei í morfís og hataði stjórnmálaumræður...

Hausinn er á fullri ferð... held ég ætti að fara að henda mér upp í rúm aftur!!

Engin ummæli: