laugardagur, október 14, 2006

Seinheppin

Ég átti að mæta 9.30 á fund hjá AFS vegna lokaverkefnisins. Eins og venjan er orðin var ég 5-10 mín of sein... bankaði á hurðina sem mér til mikillar undrunar var læst... ég prófaði að hringja í Heiðdísi og jú jú hún var komin. Ég bað hana um að koma og opna fyrir mér. Eftir 2 mín hringdi hún í mig og spurði hvar í ósköpunum ég væri... á sama augnabliki áttaði ég mig á því að ég var á kolvitlausum stað!! Ágætt start á föstudeginum 13...

Eftir því sem leið á daginn fannst mér hann bara verða betri og betri... allt gekk eins og í sögu. Allir fundirnir gengu vel og lokaverkefnið í góðum farvegi..

Fór til Brynju eftir vinnu og við náðum að gefa hvor annarri nokkuð gott update á stöðunni.. svo margt sem maður hefur að segja þegar maður hittist svona sjaldan!! Fór síðan með Rakel í afmæli á Vegó og þaðan fórum við til Krissu þar sem stelpurnar voru. Við tókum actionary með trompi og skemmtum okkur konunglega!! :) Svo var það down town... ætlaði nú ekkert að vera neitt rosa lengi, enda vinna snemma morguninn eftir...

Þetta var búinn að vera virkilega góður dagur, fyrir utan smá rugling þarna um morguninn... En viti menn... ég fór á klósettið á einum skemmtistað og dúndraði hausnum í handþurrkuna!! Fékk med det samme huge kúlu á ennið... lét ískalt vatn renna á ennið til að reyna að minnka bólguna sem varð bara meiri og meiri!! ég var komin með kúlu á stærð við egg og við það að fá hjartaáfall þar sem ég var stödd inni á klósetti á einum skemmtistað bæjarins í góðum gír með vinum mínum... Það var að sjálfsögðu ekki nokkur leið að ég væri að fara að setjast niður aftur þannig að ég fór fram... og beint í taxa upp á slysó!! Læknirinn reyndi að hughreysta mig því ég hafði mestar áhyggjur af því hvað ég væri ekki smart svona... En ég náði bara því að hann sagði að ég yrði ljót í svona 2 vikur!!! Tvær vikur!!! Úff.. pabbi kom og náði í litla barnið sitt um miðja nótt... ég fór beina leið upp í rúm með kælingu á enninu og fingur í kross að bólgan myndi hjaðna sem allra fyrst!! Pála var svo yndisleg að mæta fyrir mig í vinnunna..

Núna er ég ennþá vel bólgin... fæ kannski glóðarauga og allt... þvílíkur klaufaskapur!! Áttaði mig svo á því að ég hafði týnt visakortinu í ofanálag... Þegar ég fór að þusa um að það væri þá rétt sem sagt væri um föstudaginn 13. þá benti pabbi mér nú á að það væri komið yfir miðnætti...

Tvíhöfði...

Engin ummæli: