miðvikudagur, október 04, 2006

When you try your best but you don't succeed....

Ég er ekki stolt af sjálfri mér og ég held að mikill serótónín skortur sé hluti af orsök þess... ég held að á mannamáli yrði þetta kallað skammdegisþunglyndi!!
Kannski ekki alveg svo slæmt en ég er allavega í mínus...

í fyrsta skipti á æfinni brást ég eigin lífsmottói og ég er bara alls engan veginn ánægð með það, ef maður er ekki samkvæmur sjálfum sér hvað hefur maður þá!? Ég held það sé nauðsynlegt núna að setjast niður, draga andann djúpt, horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er og vinna út frá því. Setja sér raunhæf markmið. Það er líka nauðsynlegt að hreyfa sig til að auka endorfín magnið í heilanum sem leiðir svo aftur til þess að maður fer að hugsa jákvætt!
Fór einmitt í danstíma áðan og ég er ekki frá því að það hafi hjálpað...vildi að ég hefði ekki hætt í dansi þegar ég var yngri...þá væri ég kannski ekki svona klunnaleg í dag haha..

Anyways, þá er ég komin frá Köben. Þó svo að svona maraþon seminar, debates og workshop séu frekar þreytandi til lengdar þá lærði ég bara heilmikið og kynntist fullt af yndislegu fólki auk þess að ég fékk tækifæri til þess að hitta allar Köbenvinkonurnar mínar og njóta Köben :) Ég heimsótti m.a. CBS og leist bara rosa vel á skólann! Það er alltaf yndislegt að vera í Dk... ég er samt ennþá að hugsa um NYC... þó svo ég hafi kannski ekki beint þannig reynslu af borginni til að geta ákveðið að fara þangað í nám! En allt er opið... það er víst ekki seinna vænna en að fara að amk huga að þessu...

Búin að drepa tvisvar á bílnum í dag... held það sé samt af því að ég er í nýjum hælaskóm!

En já... það er eins gott að fara að herða sig! Ekki nema 7 vikur eftir af þessarri önn og nóg að gera!! Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvernig... ;)

Engin ummæli: