þriðjudagur, október 10, 2006

Definetly Maybe

Síðustu dagar hafa verið virkilega annasamir. BS ritgerðin er í fullum gangi og ég held að ég geti sagt að okkur Heiðdísi gangi bara þokkalega vel!
Þannig að ekki láta ykkur bregða þó ég hverfi af yfirborðinu fram yfir jólapróf því ég er virkilega í þann mund að hella mér út í geðveikina!!

Fyrir utan verkefni, próf, vinnu, mjög svo spennandi bs ritgerð, Alþjóðadaga HR og útgáfu BÍSN blaðsins þá er ég með ýmislegt áhugavert í farvatninu... just wait and see!

Ég spjallaði heillengi við Eddu vinkonu, sem er úti í Köben, á Skype í kvöld! Stórsniðug uppfinning þetta skype!! Ekki langt síðan ég uppgötvaði þetta en ég bjargaði mér sko alveg!! Sat uppi í rúmi með ipod heyrnatólin í eyrunum og singstar-micinn í annarri og handklæðið á hausnum þar sem ég var að koma úr baði! Skemmtileg sjón! En það var svo gott að heyra í henni!! :)

Á morgun er það svo þétt dagskrá að venju...
Skóli - Alþjóðastúss - Ræktin með Katy - BS madness! - Meiri skóli - New York reunion og stelpukvöld heima hjá Karen!!
Skemmtilegur dagur framundan!! :)

Heill sá er kvað
heill sá er kann
heill sá er nam
heilir þeir er hlýddu
(úr Hávamálum)

Engin ummæli: