sunnudagur, október 29, 2006

Ég kíkti á RJÓMA, sýningu HR og LHÍ í Hafnarhúsinu, í dag. Byrja kannski á því að óska Katy til hamingju með viðburðinn þar sem hún var einn af fáum skipuleggjendum! Þetta stóðst algjörlega væntingar og meira en það! :)
Mér finnst svo magnað að sjá sumar listatýpurnar... Ég dáist að þeim fyrir að leyfa sér að hafa svona nett kæruleysislegt viðhorf til lífsins og fylgja hjartanu í stað þess að láta velmegun hafa yfirhöndina.

Nóg að gera... ekki nema örfáir dagar í skil á fyrstu drögum BS! Enginn tími til að vera að slá sér upp núna!! Farin að mæta heldur illa í tíma... vona að ég nái að laga það á þessum fáu vikum sem eftir eru! Fyrsta prófið er svo 22. nóvember og síðasta 7. des. Lokaskil á BS eru 15. desember og ég býst fastlega við því að sitja við skrif dag og nótt fram að þeim tíma... eftir það er svo stefnan að skella sér norður í afslöppun og rólegheit!

Helgin hefur farið í verkefnavinnu 24/7... enda eru verkefnaskil í öllum fögum í næstu viku! Og það ekkert lítil verkefni... Til dæmis búin að sitja við tölvuna í allt kvöld og skrifa um Kauphöllina á Íslandi og sameiningu evrópskra kauphalla. Vá hvað ég á skilið að kaupa mér SPA kort í Laugum í desember... ;)

Annars er nú árshátíð um næstu helgi og ég hef boðið nokkrum útvöldum HR-ingum í afmælispartý heim til Katy á undan!! Það verður fínt að lyfta sér aðeins upp áður en maður hverfur alfarið af yfirborðinu til að læra og ná önninni.

Í dag eru 5 mánuðir í heimsókn til Arizona... alveg farin að iða af spenningi!! Stelpurnar pöntuðu New York ferðina með sjö mánaða fyrirvara og sá tími leið eins og elding.... Það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til :)

Engin ummæli: