miðvikudagur, október 18, 2006

Ég er búin að vera að leiða hugann að þessu undanfarið:

Við fáum flest aðeins eitt tækifæri í lífinu, eitt tækifæri til að kynna okkur, eitt tækifæri til að sanna okkur og eitt tækifæri til að standa okkur!! Sumir fá líka eitt tækifæri til að klúðra hlutunum... en það eru ekki margir!

Eitt andartak getur öllu skipt. Það getur ráðið úrslitum og haft áhrif á líf þitt um ókomna tíð. Hugsiði ykkur hvað eitt orð eitt hik eitt bros getur breytt miklu... það getur verið vendipunktur..


III - Keisaraynjan


Þú veist sannarlega hvert þú ætlar þér og ert fær um að uppfylla óskir þínar og ekki síður þeirra sem þú hrífst af. Ef þú horfir einungis fram á við og einblínir á það sem þú vissulega þráir hverfa ímyndaðar hindranir eins og dögg fyrir sólu. Þú hefur til að bera hógværð og yfirvegun, líkt og þú sért laus við lægri hvatir eins og græðgi og öfund. Þú ert heiðursmanneskja og vilt hafa umhverfi þitt á sömu nótum.

Miklar andstæður eru hérna innra með þér þegar tilfinningaflæðið er skoðað og þú ert minnt/ur á að þú ert svo sannarlega fær um að kljást við samband sem er nýhafið eða um það bil að verða að veruleika.

Ef að á þessu stigi málsins ólgar innra með þér reiði, afbrýðisemi eða neikvæð líðan yfirleitt ættir þú að snúa við blaðinu hið snarasta því slík líðan margfaldast innra með þér ef þú einbeitir þér ekki að því jákvæða sem þú upplifir.

Sjálfsagi er mikilvægur en þú ættir ekki að hika við að svara ástarhótum vel, ef þú ert á annað borð fær um að svara áreitni þeirra sem eiga hana skilið.

Ég er búin að opna augun!!
Ég er á krossgötum og hlutirnir gerast mjög hratt!
Breytingar í aðsigi....

Engin ummæli: