mánudagur, september 24, 2007

Á Íslandi búa um 300 þúsund manns – af þessum fjölda hvað ætli séu margir íslenskir menn á aldrinum ca 25 – 32 ára? Og enn frekar, hvað ætli margir af þeim séu síðan annað hvort fráteknir eða bara hreinlega giftir? Og þeir sem eftir eru... hvað ætli margir af þeim séu straight?

I wonder...

Það skilur allavega ekki eftir mikið rúm til að vera picky...

En þrátt fyrir þennan fámenna “markhóp” finnst mér að maður sé alltaf að kynnast einhverjum sem hverfur svo jafnóðan...

Og eins og ég er búin að vera að tönnslast á undanfarið þá fer maður af og til í ákveðið ástand þar sem maður sér ekki the big picture heldur er alveg fókuseraður á einhverja stundarangist... En sem betur fer, amk í mínu tilviki á ég bestu vinkonur sem fyrirfinnast og þær hika ekki við að taka mig í gegn þegar ég stefni í eitthvað volæði eða rugl... love you guys...

____________________________________

Það var ekki auðvelt að vakna í morgun... alveg ótrúlega sybbin.. tv-ið var ennþá í gangi og ég dröslaðist á lappir... vissi bara það eitt að ég var einhvers staðar lengst í burtu frá skrifstofunni og þurfti að gefa mér tíma í að komast þangað. Stóð þreytuleg fyrir framan spegilinn, á hlírabolnum með tannburstann uppí mér og velti fyrir mér því sem mig dreymdi... Enginn sjálfsagi til að vakna klukkan sex til að fara út að hlaupa eða eitthvað annað álíka gáfulegt... enda búin að hanga í símanum frameftir öllu..
Anyways... fór í morgunmat á hótelinu í pínu tímaþröng... og lenti í röð á eftir hópi af nokkrum digrum eldri konum sem ég hefði getað svarið að væru austur-evrópskar þangað til að ég heyrði að þær væru frá Frakklandi... Ég er að segja ykkur það að þær fengu sér bókstaflega ALLT sem var í boði og voru ekkert að flýta sér... konan fyrir framan mig var sennilega búin að bera fjóra kúfaða diska á borðið sitt og kom alltaf aftur og tróð sér inn í röðina til að ná í meira.. hún setti allar þrjár tegundirnar af morgunkorni í sömu skál og ég er bara hissa að hún hafi ekki bara tekið cherios pakkann á borðið til sín... ja eða bara náð sér í stól og sest við hlaðborðið!! jesús.. ég var allavega ekki að hafa þolinmæði í þetta.. haha.. fékk loksins brauðsneiðina mína og pirraði mig á að það væri bara sykruð jógúrt og niðursoðnir ávextir í boði svo ég sleppti því.. so much for the sophisticated French people...
Fór og bað þau um að panta leigubíl fyrir mig í afgreiðslunni... það hefði tekið 30 mín að bíða og ég þorði ekki að taka sénsinn.. svo þegar strákurinn sá angistarsvipinn á mér, ráðlagði hann mér að labba í átt að brautarstöðinni til að ná taxa.. sagði að það væri ekki rigning... en nei nei auðvitað var grenjandi rigning þegar ég kom út... og ég í skrifstofudressinu, með hárið upp og á hælunum... great! Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur.. Ég var megapirruð... kom að leigubílaröð sem var lengri en ég veit ekki hvað.. allavega lengri en augað eygði.. svo ég gerði augnarráðið... sneri við.. hoppaði upp í taxa sem reyndist svo vera upptekinn.. damn!! Rennandi blaut endaði ég í undergroundinu í troðningnum í Central line... að kafna úr hita.. rennandi blaut og var ekkert smá sjúskuð þegar ég mætti upp í vinnu.. en 10 mín á undan áætlun!! Tataaa!!! En allur pirringurinn gleymdist um leið og ég hitti vinnufélagana... :)

Það er skemmtileg vika framundan. Nóg að gera í vinnunni! Ég er að fara að hitta Katý og Veru í kvöld. Herbie ætlar að taka mig með sér í ræktina á morgun – Rakel, það er þessi brasilíski.. ég þykist ætla að kenna honum að sippa... ;) Vona að ég nái svo að hitta á Hödda og Gumma Páls því að á miðvikudagskvöldið er mér boðið á tónleika með Garðari Cortes, sem ég by the way er hrikalega spennt fyrir.. ekki oft sem maður hefur tækifæri til að vera menningarlegur :) Á fimmtudaginn stelpulunch og svo er ég flogin aftur heim... næst ætla ég að vera yfir helgi... njóta borgarinnar og gefa mér tíma til að hitta vini mína hérna...

Við Rakel erum með afmælispartý fyrir HR-skvísurnar um helgina, það verður æðislegt... hugsa að stefnan sé að mála bæinn rauðan áður en maður hættir svo þessari vitleysu..

Later aligator...

Engin ummæli: