sunnudagur, september 30, 2007

Life is wonderful - meaningful - full of love..

Takk fyrir frábært kvöld í gær stelpur!! Þetta var æðislegt :) Mjög áhugaverðar umræður og komment frá öllum vígstöðvum.... og takk fyrir "Gucci" titrarann... ekki nóg með að þetta sé luxury good (dugar ekkert minna fyrir svona sophisticated lady) heldur er gott að vita að vinir mínir hugsi vel um mig ;) Rakel er með fullt af skemmtilegum myndum... frá partýinu sko!! God... hvað datt ykkur í hug?? Hehe.. verð að koma mér upp myndasíðu...

Það er magnað hvað maður getur stundum leyft sér að vera með mikla naflaskoðun á meðan töluvert alvarlegri hlutir en brostið hjarta eða vangaveltur um það hvort maður eigi að fara að huga að íbúðakaupum í stað þess að treysta á "hótel mömmu" eru að gerast í þjóðfélaginu og heiminum öllum ef út í það er farið...
En ætli þessar bloggsíður séu ekki einmitt leyfilegur vettvangur hégómafullra naflaskoðana... staður þar sem maður getur komið í ritað mál því sem maður á erfitt með að koma frá sér í orðum... eins konar - online therapy - Svo getur forvitið fólk flakkað á milli síða og fylgst með hugarfylgsnum annarra í laumi...

Eins og svo margir las ég bókina The Secret fyrir ekki svo löngu síðan.

Það er eitt sem þar kom fram og ég hef velt svolítið fyrir mér... að maður dregur til sín vissar aðstæður... Ég held það sé dálítið til í þessu.

Þó mér hafi fundist ég vera eitthvað áttavilt undanfarna mánuði, þá vissi ég undirniðri alveg upp á hár hvað ég vildi! Og af því að ég hef, án þess að gera mér kannski fyllilega grein fyrir því, mikið hugsað um það og markvisst búið mig undir þessar aðstæður þá er ég núna á stað sem ég er ofboðslega sátt við! :)

Þetta er fyrsta skrefið í átt að jafnvægi og upphaf á nýju tímabili í mínu lífi!! Hlakka til að geta sagt betur frá þessu og hætt að tala svona undir rós! :)

Ef ég velti því fyrir mér, þá held ég að eins og maður dregur til sín aðstæður, dragi maður líka að sér ákveðið fólk... og kannski einmitt fólk sem hentar aðstæðunum... Sumt fólk er komið til að vera en annað kemur og fer jafnhraðan... sama hvort er, þá held ég að flestöll kynni (og þá á ég ekki við stundarkynni) - góð eða slæm séu allt í allt góð... í þeim skilningi að þau skilja eitthvað eftir sig hjá manni... einhvern lærdóm, einhverja góða minningu eða tilfinningu, einhvern sársauka... en einmitt til að þekkja hamingjuna og gleðina þá verðum við að þekkja sársaukann... :)

Svo að basically það sem ég er að reyna að segja er að þú sjálf/ur ert leikstjórinn í þínu lífi!

Vika í næstu London ferð...

Jump Fit námskeiðin mín að byrja á laugardaginn... :)

Framundan er busy vika... nýtt upphaf...!!

Lesson of the day: Sumt er betur látið ósagt en stundum er líka nauðsynlegt að leggja öll spilin á borðið og segja það sem liggur manni á hjarta... og koma því frá sér :) - that's how we make progress...

It takes a thought to make a word
And it takes some words to make an action
And it takes some work to make it work
It takes some good to make it hurt
It takes some bad for satisfaction
It takes some silence to make sound
And it takes a loss before you found it
And it takes a road to go nowhere
It takes a toll to make you care
It takes a hole to make a mountain

Engin ummæli: