fimmtudagur, september 27, 2007

Ég var að detta inn um dyrnar... búin að henda upp úr töskunum og taka mig til fyrir morgundaginn... ætti að fara að drífa mig í háttinn því ég ætla að mæta í ræktina eldsnemma í fyrramálið... og ég hlakka svo til! :) Lítið búin að hreyfa mig í vikunni - en ég held að líkaminn hafi haft gott af smá pásu...

Ég set kannski inn einhverjar línur um London-ferðina á morgun... :)

Langar bara að deila með ykkur að ég er að fara að kenna mína eigin Jump Fit tíma eftir viku!! og ég titra úr spenningi... notaði tímann í flugvélinni til að æfa mig að hlusta á taktinn og semja rútínu... þetta verður alveg magnað!! :) Jump Fit er eitt skemmtilegasta sport sem ég hef kynnst!!

Á morgun er kynning á Jump Fit í Garðarskóla og svo er súper class kynningartími í Sporthúsinu á laugardaginn kl.12.10 og ég skora hér með á alla að mæta!! Það kostar ekkert og allir fá sippuband á staðnum :) Held ég sé nú þegar búin að ná að plata einhverja með mér..

Annars var rosalega gott að komast til London... mér líður undarlega vel... einhver léttir yfir mér og ég finn hvernig ég er að ná tökum á hlutunum aftur... það er góð tilfinning! Ég er samt eitthvað lítil í mér þessa dagana svo ég vara ykkur við að vera ekki að ýta við mér nema þið séuð tilbúin að knúsa mig líka... gætu komið tár!

En ofboðslega spennandi helgi á næsta leiti og hrikalega spennandi tímar framundan...

Við Soffía og Hildur, and their plus-one vorum að panta okkur miða norður til Akureyrar í heimsókn til Sirrí vinkonu - loksins - loksins og ég er að farast úr tilhlökkun... skvísan á afmæli og ég er að segja ykkur að þið vitið ekki hvað almennilegt afmælispartý er fyrr en þið hafið kynnst Sirrí og Tóta!!! Þetta verður brjálað fjör! :) Og Sófí... í guðanna bænum taktu með þér mannbrodda í þetta skipti... ef við eigum ekki að gera slysóferð að árlegum viðburði.. ;)

Ces't la vie!!!

Engin ummæli: