sunnudagur, júlí 27, 2008

Mér finnst rigningin góð...

Það er heldur betur kominn fiðringur í okkur fyrir þjóðhátíð... og allt á fullu í undirbúningi! :)

En ótrúlegt hvað sumarið hefur liðið hratt... það er orðið dimmt úti á kvöldin og ég er farin að kveikja á kertum sem mér finnst reyndar ekkert leiðinlegt...

Farin að hlakka til að fá röð og reglu á lífið með haustinu...

Dagskráin verður þétt... æfingar - skóli - vinna - æfingar - Jump Fit - kennsla og meiri æfingar...

Miðað við daginn í dag verð ég að nota helgarnar vel til að hlaða batteríin fyrir annasama viku... maður er greinilega ekki lengur tvítugur...

4 ummæli:

Hjördís sagði...

Þjóðhátíðin er hafin :-)

Saló sagði...

AAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHH!!!!!!!!! ég er svo spennt að ég er að fríka út!!!! :)
leggjum af stað eftir átta tíma...

Nafnlaus sagði...

Ég vænti þess að þú bloggir um allt slúðrið frá Þjóðhátíð. Ef þú kemst ekki í það þá skaltu koma í heimsókn til að segja mér allt:)
Knús í krús

Saló sagði...

Ég set inn ferðasögu... svo fæ ég að kíkja á þig í vikunni með detailin ;)
Hlakka til að sjá litla prinsinn minn... :*