föstudagur, september 19, 2008

Enn einu sinni er kominn föstudagur..

Vikurnar líða hraðar en ég kæri mig um!

Það er allt á fullu hjá Emporu vegna jólatarnarinnar, og ég setti by the way inn nýtt blogg á heimasíðuna okkar í morgun http://empora.is/?pageid=28 þeim sem hafa áhuga á markaðsmálum gæti þótt þetta áhugavert :)

Það bíður mín stærðarinnar Brand Audit verkefni í skólanum sem hópurinn minn þarf að skila og kynna á fimmtudaginn. Helgin verður því nýtt fyrir hópavinnu og skrif.

Í Sporthúsinu er ég að vinna í tilboðum og markaðssetningu m.a. á nýju Sportbrautinni sem ég held að sé orðið nokkuð ljóst að ég fíla í tætlur...

Ég er með harðsperrur fyrir allan peninginn í öxlunum... og reyndar í öllum líkamanum! Ætla að taka smá axla og kviðæfingu í dag á tíma - er með markmið fyrir þrekmeistarann sem ég þarf að ná fyrr en seinna! Svo ætla ég að vera með dans í tímanum hjá stelpunum í dag - eitthvað fun til að gíra sig inn í helgina og svo ætla ég að taka strákana hjá Gyðu í Jump Fit! No mercy...

Hlakka til að koma heim í kvöld, fara í bað og slaka á...

Út að hlaupa í fyrramálið og þrekæfing áður en við Maja tökum stuttan fund á Maður Lifandi til að negla niður æfingar næstu viku fyrir hópana okkar...
Planið er svo að kíkja á tapasbarinn með nokkrum skvísum úr ræktinni annað kvöld...

Vá liggur við að mig svimi bara við að lesa færsluna yfir...

Hasta la vista!

Engin ummæli: