mánudagur, september 15, 2008

Run... run... run..

Ég hef sjaldan verið jafn fegin að einn dagur sé að verða búinn...

Ég sofnaði óvart um 5 leytið í morgun... vaknaði við símann kl 6.15... var 10 mín of sein í kennslu... græjurnar í fokki svo ég tók hörku spinningtíma á liðið til að fá útrás fyrir eigin pirring... skreið heim til að skila verkefninu fyrir vörumerkjastjórnun... netið að stríða mér... hélt augunum ekki opnum lengur, hafði ekki orku til að mæta í tíma og steinrotaðist uppi í rúmi...

Ætlaði að aðstoða í afgreiðslunni uppi í Sporthúsi kl 13 - mætti of seint... var svo beðin um að taka tveggja klst íþróttatíma uppi í Digranesskóla... ég var ekki að ná áttum... lagði bílnum liggur við uppi í smáralind, missti pallana sem ég tók með mér og geisladiskarnir duttu út um allt... kom við heima til að skipta um föt áður en ég fór aftur niður í vinnu... var í móki..

Allt í einu var klukkan orðin sjö og ég ætlaði í sportbrautina, hrundi niður þegar ég var að fara í gegnum stigann en harkaði af mér... í skapofsanum náði ég að hífa mig lengra upp kaðalinn... var við það að vera bensínlaus á leiðinni heim... ef ég væri ekki svona dofin hefði ég farið að væla...

Ég þrái að ná að slaka almennilega á og ná að skipuleggja mig svo ég ráði við vikuna... þetta er eiginlega ekki fyndið lengur... held að bubblubað sé málið... body lotion og kertaljós...

Örvar.. ég væri svo ekkert á móti því að fá kærleiksknús! Það virkar alltaf...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff þú verður innilega að passa að ofþjálfa ekki eða bara ofgera þér yfir höfuð :/ líkaminn VERÐUR bara að fá hvíld annaðslagið svo þú krassir ekki (veit þú veist þetta en stundum er gott að heyra það...) .. ég hef of oft lent í að ofgera mér því það var svoooo mikið að gera í öllu og það er svoooo slæmt .. í staðinn er maður bara out í nokkrar vikur ef ekki mánuði .. sá líka í 60 mínútum í gær að bara að sofa ekki nóg í eina nótt minnkar strax virkni heilans um einhver prósent og það versnar við hverja nótt sem maður nær ekki nægum svefni (vísindaleg rannsókn sem var gerð og talað við fólkið sem tók þátt í því..) það hjálpar jú að stunda líkamsrækt og svona en bara í vissan tíma ... og líka bara geðheilsunnar vegna þá þarf maður stundum að geta leyft sér að gera ekki neitt og/eða skemmt sér..

smá ræða hehe ;) en án gríns - farðu vel með þig snúlla - það er bara til ein þú og þetta er eini líkaminn sem þú færð og eina lífið sem í boði er .... :) .. KNÚS!!

Fjóla Dögg sagði...

Farðu vel með þig sæta mín. Hreyfing er góð en ekki í óhófi.
Knús.

Salóme sagði...

Þið eruð yndi :*

Nafnlaus sagði...

róleg að hafa mikið að gera;) hehehe..ég hefði svoooo klárlega bara farið að GrEnJa við það að ná kannski ekki heim á bensíninu;p hehehe..nú fæ ég bara grenju við minnstu tilfinningar veilu:) úfff..ajahaha

en jam sammála hinum skutlunum farðu vel með þig sæta :)