föstudagur, september 05, 2008

Life is life!

Vá hvað skólinn er skemmtilegur... ég elska þennan bransa inside out, snilldar samnemendur og kennarar! Verð að viðurkenna að ég hafði smá áhyggjur af að hafa skráð mig í HÍ en þessir kennarar hafa báðir kennt við HR og námsaðferðin þal mjög svipuð og þar. Í fyrsta skipti í langan tíma langar mig actually að lesa kennslubækurnar spjaldanna á milli! Heyrðu já, svo vorum við bara sett í blind test á bjór fyrir kl 10.00 í morgun... fíla'ða...

Er komin af stað með margar hugmyndir fyrir Emporu... hlakka til að geta aðeins eytt meiri tíma í það þegar hægist um uppi í Sporthúsi og ég get notað frítímann í hina vinnuna mína :)

Ég er byrjuð að mæta í tíma í nýju Sportbrautinni sem er ekkert annað en snilld! Ég er að reyna að safna saman í hóp því ætlunin er að mæta í þessa tíma amk tvisvar í viku! Þá hlýt ég að fara alla leið upp allan kaðalinn fyrir jól, goddamit.. :)
Svo er stráka jump fit að byrja í næstu viku og líklega verð ég með einhver íþróttalið í vetur líka... ásamt skvísunámskeiðinu sem ég er með :)

Einhver var að tala um að ég þyrfti að fara að búa til tíma fyrir einkalífið... það er spurning... get alveg viðurkennt að ég er ekkert mjög kærustuvæn þessa dagana...

Anyways... aftur komin helgi og Jump Fit kynningartími á laugardag kl.12.15 fyrir þá sem hafa áhuga (öll námskeið að fyllast) og þrekmeistaraæfing á sunnudag... ekkert tjútt síðan um versló... djöf er ég að standa mig! ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega er þetta skemmtilegur tími hjá þér kella mín.

Mig langar í skóla