laugardagur, september 13, 2008

A D I D A S

Ég veit ekki hvað það er langt síðan það hefur verið svona klikkað að gera hjá mér... ekki að ég sé að kvarta en það fer í taugarnar á mér þegar ég næ ekki að klára hlutina 100%
Svona er það víst að kunna ekki að segja nei... veit ekki hversu oft ég ætla að brenna mig á því áður en það lærist! En eins og Valdís segir, þá bara býr maður sér til tíma! Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi :)

Ég hef haft litla orku eftir til að kíkja út á lífið en skellti mér samt í gær í árlegt skvísuboð heim til Röggu, hip hop skvísu, útvarpskonu, producant og stuðbolta af guðs náð! Þar voru saman komnar um fimmtíu æðislegar stelpur hver um sig með mismunandi bakgrunn. Frumkvöðlar, auglýsingagúrú, hönnuðir, stílistar, fjölmiðlakonur, pólitíkusar, businesspíur og svo mætti lengi telja... ég bauð Soffíu vinkonu að koma með mér og við skemmtum okkur konunglega og kynntumst mörgum frábærum stelpum! :)

Ég er að byrja í nýju prógrammi hjá Valdísi á morgun og gæti ekki verið hamingjusamari með það, ætla samt að halda áfram í Sportbrautinni hjá Gyðu þrisvar í viku og pöllum hjá Valdísi, tími ekki að taka það út! nota bene... þó ég sé búin að sippa í samtals svona 10 klukkutíma í vikunni og kenna 4 eróbikk tíma þá tel ég það ekki með sem æfingu af því að ég var að kenna!! Djöf er maður klikkaður... en það eru æfingarnar sem halda mér gangandi! Annars væri ég líklega búin að tapa geðheilsunni! hehe...

As we speak er ég að fara að hella mér út í fyrsta skilaverkefni vetrarins í vörumerkjastjórnun þar sem ég ætla að skrifa um adidas brandið! Spennandi :) Búin að hlakka lengi til að byrja á þessu verkefni!

Við Jóhanna vorum staðráðnar að tékka á þessu Skímó balli á Nasa í kvöld... ég var sjúklegur fan í menntó... er samt að gæla við það að vera heima í tjillinu... fara í bubblubað og klára verkefnið.... sé til... yrði reyndar ekki í fyrsta skipti sem það kæmi upp einhver púki í mér þegar fer að nálgast kvöldið...

Anyways... kemur allt í ljós! Góða helgi fallega fólk... :)

Engin ummæli: