mánudagur, júní 30, 2008

Fótboltabulla??

Ég var að tala við einn félaga minn í gær sem hneykslaðist á því að ég væri ekki að horfa á úrslitaleikinn í EM.... ég hafði góða og gilda afsökun þar sem ég lá eins og hráviði í sófanum hjá Nancy með nefið ofan í blandpokanum mínum, skjálfandi eftir nokkuð fjöruga nótt... en bað stelpurnar um að pása ræmuna sem við höfðum leigt okkur og stilla á blessaðan leikinn sem fram að því hafði víst ekki verið svo spennandi...

Ég get alveg viðurkennt það að himinn og jörð farast ekki ef ég missi af stórleikjum í fótboltanum þó að aftur á móti ég hafi oft mjög gaman af því að fylgjast með og geti þá meira að segja lifað mig svo svakalega inn í leikinn að ég gleymi stað og stund og er farin að hrópa og kalla "út af með dómarann, inná með ömmu hans"....

...en svo er það annað mál með leikmennina... sem ég er dáldið veik fyrir.. í öllum mínum vinkonuhópum hafa fótboltastrákar (og reyndar boltastrákar eins og þeir leggja sig) verið á rauða listanum... þ.e. bound to brake your heart, því að eins heitir og þeir geta verið þá eiga þeir það sameiginlegt að fótbolti er nr 1, 2 og 3 í þeirra lífi. Ef þeir tapa leik eru þeir óviðræðuhæfir og ef þeir vinna leik... fara þeir og fagna með félögunum... hehehe... Jónas hennar Erlu gæti einmitt verið undantekningin sem sannar regluna... ;)

Svo vill það svo oft verða þannig að þrátt fyrir öll boð og bönn og ráðleggingar frá stelpunum dettur maður í boltastrákapælingar... því það er einfaldlega skemmtilegra að eltast við eitthvað sem býður upp á smá challenge... ekki satt?

Hvað sem því líður... Kata systir sem er aðal íþróttagerpið í fjölskyldunni, kom í heimsókn til mín í gærkvöldi sem er kannski ekki frásögu færandi nema hvað að hún er ekki nema 15 ára en ég hef ósjaldan spurt hvort hún kannist við þennan eða hinn ef ég hef komið auga á einhvern myndarlegan íþróttastrák... og oftar en ekki getur hún sagt mér eitthvað um viðkomandi... ég einmitt spurði hana um myndarlega strákinn sem ég talaði um í síðustu færslu og að sjálfsögðu gat hún sagt mér hver hann væri... en to get to the point... í gær þegar skvísan labbar inn um dyrnar réttir hún mér tímarit.. "Fótboltablaðið 2008" ég lít á hana og hún segir.... "já Salóme, nú geturðu bara flett í gegn og valið þér kærasta..."

Svöl hún Kata...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Grenjjjjjjj....
Vá hvað þetta er fyndið... Djöfull.. ég vildi óska þess að ég hefði fattað upp á þessu.

Saló og íþróttir... nei meina gaurar í íþróttum

jæksíbæks

Nafnlaus sagði...

Bahahhahah bhahaha... systir þín fær sko alveg verðlaun... shitturinn.. nú er spurning hvort að þú getur ekki bara spammað einhverju kynningarefni um þig á liðið ... finnur þér kannski góðann mann ..

Nafnlaus sagði...

HAHAHAH...ég vissi ekki að Kata ætti þetta til í sér...hún hefur lært af mér greinilega :D haha
En já...af nógu er að taka..

Saló sagði...

Það er lethal blanda...

Ég er búin að blaða í gegnum þetta... lofar góðu... hehehe...

Kynningarefni segirðu... ég er náttla með nafnspjöldin á djamminu... það hefur reynst alveg ágætlega... hehehe...

Nafnlaus sagði...

Svo er auðvitað alltaf hægt að skella sér á lokahóf KSÍ þar sem allir kropparnir verða samankomnir, ekki slæmt það haha

Knús á þig duglega mín!
Kveðja, Brynja

Nafnlaus sagði...

hehe það væri nú ekki vitlaust að gefa út svona blað (katalóg) með einhleypum íþróttamönnum.. en já takk fyrir skilaboðin á bloggið, andlegur stuðningur þinn er mér mikils virði. og það að vita að ég er ekki ein um óheppnina hér á landi :)