sunnudagur, júní 01, 2008

24 stundir í Mílanó

Við vinkonurnar vorum mættar fyrir allar aldir á lestarstöðina með allt mitt hafurtask þegar við áttuðum okkur á því að Soffía hafði gleymt veskinu sínu heima... þar sem það tekur um 45 mín að keyra aftur til baka var það ákveðið að ég skyldi bara lána henni pening.

Í Lögreglufylgd í Mílanó:

Þegar við erum alveg að nálgast Mílanó kemur lestarvörðurinn til okkar og biður um miðana sem við réttum honum um leið. Hann verður ekki sáttur þegar hann sér að við höfum ekki stimplað miðana okkar... en þar sem við höfðum ekki grænan grun um að þess þyrfti reyndum við að afsaka okkur og útskýra í bak og fyrir án árangurs. Hann skrifaði upp á tvo sektarmiða - 5 evrur hvorn og rétti okkur.... ekki skánaði það þegar Soffía sagðist ekki vera með veskið sitt og ég var bara með kort á mér, ekkert cash... hann másti og blásti og sagði okkur að bíða. Eftir nokkra stund kemur til okkar annar lestarvörður, kona sem segist ætla að fylgja okkur í hraðbanka þegar við komum til Mílanó svo við getum greitt sektina okkar.

Við vorum nett pirraðar og ekki dugði að sýna henni visakvittunina þess efnis að við hefðum bara rétt fyrr um morguninn keypt miðana og við værum ekkert að reyna að svindla, við hefðum bara ekki vitað betur... en ekkert dugði til - ekki einu sinni þó að fólkið í lestarvagninum okkar hefði skorist í leikinn og sagt henni að gefa okkur breik...

Þegar til Mílanó var komið elti hún okkur ýmist eða dró á eftir sér í næsta hraðbanka... í röðinni í hraðbankann héldum við áfram að tuða í henni og hún þóttist ekkert skilja... strákurinn fyrir aftan okkur (sem var by the way fáránlega heitur gaur!!!) spurði hana hvort hana vantaði ekki bara pening fyrir hádegismatnum sínum... hehe.. hún var orðin stressuð þar sem lestin átti að fara aftur frá Mílanó á hverri stundu svo hún hótaði því að sækja lögguna... sem við sögðum henni endilega að gera! Ég komst loksins að í hraðbankanum á sama tíma en nýja Amex kortið mitt virkaði ekki þar... great... það virkar ekki alls staðar nefnilega!! Ég bað myndarlega lögregluþjóninn um að koma til mín og sjá á skjánum að kortið virkaði ekki... [á þessum tímapunkti var ég farin að skjálfa úr þreytu og pirring svo tárin byrjuðu allt í einu að streyma niður kinnarnar] Hann tók utan um mig og sagði mér að vera alveg róleg - lestardruslan sá að ekkert þýddi að fá lögregluna með sér í lið þar sem þetta var alveg glatað mál og við myndum aldrei ná í annan hraðbanka í tæka tíð svo hún sagðist þurrka út sektina og strunsaði burt...

Við spjölluðum aðeins við myndarlega lögregluþjóninn sem fylgdi okkur út í næsta hraðbanka og aftur inn á lestarstöð þar sem ég ætlaði að geyma farangurinn minn.. allt hófst þetta að lokum og áður en við vissum af var komið hádegi og við stóðum fyrir framan dómkirkjuna þar sem við hittum Sif.

Við eyddum deginum í að ganga um miðbæinn og fara í litlar sætar hönnunarbúðir og settumst svo aðeins niður af og til til að njóta sólarinnar.
Morguninn eftir ákváðum við að fara upp í turninn á dómkirkjunni - veðrið var geðveikt... áður en við vissum af sátum við ofan á þakinu á dómkirkjunni í Mílanó í sólbaði - í 27°c hita....



Áður en ég hóf ferðalagið heim hittum við Bjarna og Ara sem höfðu keyrt til Mílanó kvöldið áður. Við áttum borð á Nobu þar sem við gæddum okkur á geggjuðu sushi...

Ég var ekkert að vilja yfirgefa Mílanó... ég fíla borgina í tætlur og langar að fara aftur fljótlega og skoða hana miklu betur... Ítalía heillaði mig alveg upp úr skónum! :)
Það var gott að hitta Soffíu og komast aðeins í annað umhverfi og sjá að heimurinn er kannski ekki bara vandamálið sem maður stendur frammi fyrir hverju sinni...

Ég er komin heim og við Katý eigum von á HR stelpunum okkar í brunch! Ég ætla svo að njóta þess að fara á æfingu seinnipartinn...

Hlakka til að mæta fersk í vinnuna og svo fer vikan í flutninga og æfingar... það er svo gott þetta líf.. :)

Ég er klár í slaginn...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú gleymdir að taka fram að lestardruslan hefði beðið alla 20 í hraðbankaröðinni um að hleypa sakarmönnunum framfyrir svo hún gæti farið aftur að vinna!!!! Sem betur fer var fólk ekki það kurteist...

Helv* druslan!

Nafnlaus sagði...

hahaha... úff eins gott að ég var ekki þarna ... hefði ábyggilega tekið kickboxið á kelluna

Nafnlaus sagði...

já ég hefði líklega tekið hana í handakrika fight og drepið hana úr svitalykt eftir ferðalagið.. og auðvitað boxað hana í drasl.. hahah.. annars er ég glöð að þú sért komin heim elskan..

Saló sagði...

Já helv* beyglan... ég verð ennþá svo reið að hugsa um þetta hahaha!! En við fengum okkar framgengt með því að fella nokkur tár og blikka lögregluþjónana... ;)
útsmogin kvensnifsi...

Það var ýmislegt fleira sem okkur fór á milli sem fylgir ekki sögunni því ég vil ekkert vera að flagga þeirri hlið á mér hérna á netinu ;)

Ég er glöð að vera komin heim til ykkar :-D

Hlakka til að sjá ykkur í grillinu í kvöld...
knús, Saló

Hjördís sagði...

noh en spennandi... lögreglufylgd í mílanó! Þið eruð nú meiri glæpamennirnir!!

Nafnlaus sagði...

jæja nú ertu búin að vera nokkra daga á klakanum og ég heimta nýtt blogg

Saló sagði...

Það er í vinnslu.. ;)