miðvikudagur, júní 11, 2008

Taking a walk on the wild side...

Við Svala tókum rólegt kvöld saman á föstudaginn, kúrðum yfir vidjó og keyptum okkur nammi, vöknuðum síðan eldsnemma til að mæta í þrektímann hennar í Laugum áður en við fórum 10 km í kvennahlaupinu í þessari líka grenjandi rigningu (geðveikt ánægð með Svöluna mína)!! En vá hvað það var gott... Valdís og Bjarney og fleiri vinkonur mínar hlupu líka en það sem meira er að Katrín vinkona sem er komin rúma 3 mánuði á leið fór alla þessa 10 km nánast án þess að blása úr nös!! Enginn smá dugnaður í liðinu...

Um kvöldið fórum við Lísa í VIP partý og grill hjá Danna. Þar var saman komið fullt af fólki úr Hreyfingu og nú einnig Sporthúsinu, sem hittist árlega í svakalegu partýi!! Við skemmtum okkur endalaust vel... sóttum Jóhönnu og Svölu og kíktum í stutt stopp á Vegó. Ég þurfti að vakna snemma á sunnudeginum til að vera með kynningartíma í Jump Fit fyrir nokkrar handboltaskvísur úr Val. Tók sunnudaginn annars bara í gott chill og hitti svo Jóhönnu, Svölu og Nancy í kvöldmat...

Við Svala vorum báðar í skrítnu skapi í síðustu viku og ákváðum í flýti að panta okkur tíma í klippingu... og mættum svo á mánudaginn á stofuna mína! Ég lét klippa á mig topp... :O veit ekki alveg hvernig ég er að fíla það.. það er eiginlega bara dáldið skrítið að sjá sig svoleiðis.. en ég venst því... eða ekki... og þá bara síkkar hann hvort sem er aftur fljótlega..

Ég fór í sund eftir vinnu í dag með Jóhönnu. Það var bara ekki annað hægt en að nýta þetta góða veður einhvern veginn.. Við steinsofnuðum þar og komum svo heim til mín þar sem við steinsofnuðum líka báðar... Jóhanna á sófanum og ég þversum uppi í rúmi... alveg búnar á því eftir ævintýri gærkvöldsins....

...við tókum nefnilega upp á því seint í gærkvöldi að heimsækja vin minn og félaga hans sem voru í bústað í ca klukkutíma fjarlægð frá Rvk. Hrabba og Nancy komu líka með... Nancy var samviskusami samverjinn og keyrði heim um nóttina en við hinar urðum eftir og fengum okkur í glas með strákunum og fórum í pottinn... skemmtum okkur svakalega vel en sváfum eitthvað minna... ég er svo þakklát fyrir að eiga svona nett klikkaðar vinkonur.. hehe..

Gunnhildur vinkona er að fara að kenna spinning í fyrramálið í Laugum og ég ætla að mæta til hennar kl 6.45 svo að ég ætla að fara að halda áfram að sofa...

James Blunt tónleikarnir eru annað kvöld og ég hlakka mikið til, enda keyptum við miða fyrir örugglega tveim mánuðum síðan! Ég ætlaði norður með Svölu um helgina og fara í útskriftina hjá Sirrí vinkonu en varð að hætta við það... fer fljótlega norður í staðinn! Veðrið um helgina á að vera svona gott eins og í dag... ég stefni að því að nýta það vel... hver veit nema maður skelli sér jafnvel á línuskauta!! ;)

Farin inn í draumalandið...

Engin ummæli: