fimmtudagur, júní 05, 2008

Flugeldaáhrif

Ég er nýkomin heim frá Ítalíu en þrái ekkert heitar en vikuferð á sólarströnd... litla spillta stúlkubarn...
Mig langar að liggja í sólbaði allan daginn og fá tan, striplast um í flottu bikiníi með flottu sólgleraugun mín og lesa tískublöð og skrifa skáldsögu og vinna úr öllum hugmyndunum sem ég er með í kollinum... og drekka kokteila á sundlaugabarnum... og fara í spa og fá mér stæltan tennisþjálfara...

Vinkona mín sem á von á barni í júlí með frænda mínum er að reyna að fá mig í heimsókn í sumar til Tucson í Arizona sem er ekki svo langt frá borg englanna og malibu ströndinni... þar er nóg af sól (og öllu hinu að sjálfsögðu líka)... "góði guð - gefðu mér lottómiða - með vinningi"

Ég sá Sex and the City myndina í gærkvöldi... mér fannst hún æðisleg!! Ég verð að eignast þessa mynd á dvd... svo ég geti horft aftur og aftur og aftur...

Þá fór ég einmitt að hugsa um ástina - en ekki hvað! og hvort það væri fair að ýta strákum frá sér (góðum strákum) sem hafa ekki strax svona flugeldaáhrif í hjartanu manns... hef aldrei hleypt neinum það nærri mér til að kanna hvort flugeldaáhrifin geti komið eftirá... en það vilja nú einhverjir meina að það sé ekkert verra..
En ég þarf nú ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu enda segir stjörnuspáin mín að ég geti notið þess að vera single langt fram á næsta vetur hehe... og vitiði hvað...það hljómar bara vel! ;)

Annars er þetta er búin að vera soldið viðburðarík vika!

Fyrir það fyrsta er ég flutt upp í Grafarholt... og ég er í fyrsta skipti ein - ein og alveg út af fyrir mig sem mér finnst yndislegt... ég verð hérna í allt sumar :)
Það var samt alveg svakalega næs að búa hjá Katý og Balász á Hofteignum...

Nágranni minn var svo vingjarnlegur að bjóða mér strax í grill.. ;) Dóttir hans sem er 5 ára spurði mig "hvort ég væri í alvörunni álfur" því Jóhanna hafði logið að aumingja barninu að ég væri álfaprinsessa með sítt ljóst hár og glimmer-vængi sem hún spurði reyndar líka hvort ég gæti tekið af... ekki skánaði það þegar að Jóhanna bætti svo við að ég væri svakalega góð að sippa og barnið segir "eins og íþróttaálfurinn".... einmitt... alveg eins og hann!

Við trillurnar þrjár og Nancy erum svo farnar að mæta fyrir allar aldir á brennsluæfingar í Laugum - á þriðjudaginn var veðrið svo gott að við lögðumst allar í heita pottinn eftir æfingu í smá stund áður en við fórum að vinna... ekkert smá næs að byrja daginn þannig.. ég sé alveg fyrir mér að það aukist í hópnum ef veðrið heldur áfram að vera svona gott! ;)
Við erum alveg að massa þessa rækt... verðum komnar með svaka six pack og tan áður en langt um líður... ég er allavega með svakalegar harðsperrur og get varla hreyft legg né lið...

Það er endalaust nóg um að vera framundan... stelpukvöld með öllu tilheyrandi, VIP partý, James Blunt tónleikarnir, roadtrip norður... ofl ofl...

Það er svo skemmtilegt þetta líf! :)

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahhaha... já úfff... flugeldaáhrif... passa sig á þeim.. það er ráðlegt.. Salóme ég var ekkert að ljúga að barninu.. hún bara tók mig aðeins of bókstaflega... við vorum að lesa Gosa... og álfadísinn þar var alveg svipuð þér.. og þú ákurat hringdir í miðri sögu.. hvað annað gat ég sagt...
Svo ertu algjör íþróttaálfur.. 6pacið fer að láta vita meira af sér..það er sko á hreinu

Saló sagði...

Hehehe... það er nú alveg á hreinu með þessu áframhaldi... ;) Ég finn fyrir vöðvum sem ég vissi ekki að væru til...

Ég skal alveg vera álfaprinsessan en þegar ég spyr hvort henni finnist ég vera með álfaleg eyru og barnið svarar játandi... þá kemst ég ekki hjá því að fá komplexa!! hahaha... hún er yndisleg þessi skotta...

Sem sagt ráð númer eitt, tvö og þrjú... "put your hand out when lighting the fireworks and keep a good distance from it at any time" ;)

Nafnlaus sagði...

Heheheh þetta er bjálæðislega fyndið með álfaprinsessuna og íþróttaálfin.

Líst vel á ykkur stelpurnar í gyminu... aldrei að vita nema maður sláist í hópinn

Saló sagði...

Hehehe... mér líst mjög vel á að þú sláist í hópinn mín kæra... hafðu það nú gott í London um helgina... ;) strax farin að sakna þín!!
Knús, Saló

Nafnlaus sagði...

ahahahahaa...íþróttaálfur og álfaprinsessa...passar allavega mjööög vel saman þar sem bæði eru þau álfar:) hehehe...

en úfff ekkert smá dúlegar í ræktinni mar, lýst vel á þetta:P

Nafnlaus sagði...

Halló Saló sæta
það er alltaf nóg um að vera hjá þér elskan. Ég vona að við getum farið að hittast bráðum, ég er svo græn af öfund út í NY ferðin þína og Rakelar, úff púff. Hafðu það gott elskan og vonandi höfum við það af að hittast á þessu ári :)

Telma sagði...

Hæ sæta mín... þú ert að sjálfsögðu álfaprinsessa... en ekki hvað :D bara sætust með þitt ljósahár og þína útgeislun. En þú ert velkomin á ströndina til mín í sumar á Mallorca :D haha.... veit samt ekki hvort ég geti reddað tennisþjálfaranum. En kannski e-h dana ef þú kemur í heimsókn í haust. Ég og Sella tökum eiginlega ekki annað í mál en smá stelputjútt í cph... byrjað að safna skvís... segji ekki meir. Nema jú... taktu Katý babe með þér.
knús og kossar frá Mallorca

Nafnlaus sagði...

öss það er ekki að spurja að því .. kemur frá útlöndum og pakka uppúr töskunum í ræktinni ;) dugnaður!!! :D

Saló sagði...

Knús til Kanada Þóra sæta... hvenær kemurðu heim??

Elsku Karen... þetta er náttla engin frammistaða hjá manni að vera ekki búnar að hittast... vonandi getum við bætt úr því sem allra fyrst!! Takk fyrir kommentið... vona að þið hafið það rosa gott :*

Telma beibí... ég tek þig á orðinu!! ;) Ég kem til Köben áður en árið líður.. and that's a promise! Það er á hreinu að það er kominn tími á almennilegt tjútt saman! :) Vona að það fari að rætast úr veðrinu á Mallorca...

Sigrún: maður reynir... ;) Hvernig líst þér á að fara að sippa aftur í sumar? Er eitthvað hægt að plata þig í það?

Nafnlaus sagði...

veit ekki en einhverntíman í haust:) vííííí..hehe

Nafnlaus sagði...

Hey baby! Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Sé þig á fimmtudagsmorguninn í spinning hjá spinninghitlernum ;)

Saló sagði...

Hehehe... að sjálfsögðu! Ég er búin að safna liði ;)
6.45 sharp!! :D