fimmtudagur, júní 19, 2008

Sól og sumar

Haldiði að það sé lúxus líf... vikan er búin að vera æðisleg!! :)

Ég fór loksins á línuskautanámskeiðið... stóð mig geggjað vel og datt ekki nema einu sinni... lærði að stoppa eða svona amk hvernig á að stoppa og skauta aftur á bak... og bara svo þið vitið það þá er Ægisíðulúkkið out, það er víst ekki lengur kúl að skauta eins og maður sé ballerína baðandi út höndunum... (and believe you me... ég hélt það væri klárlega málið þangað til kennarinn leiðrétti misskilninginn!)

Viss um að það bíða margir spenntir eftir að fá mig í Nauthólsvíkina, skautandi eins og enginn sé morgundagurinn! ;) Sé það gerast í vikunni... og ég er nokkuð viss um að ég nái að plata Rakel með mér, sennilega Jóhönnu og Svölu og Nancy og ábyggilega Huldu ef hún er ekki á vakt.... vantar einhvern á listann?? ;)

Ég er búin að nýta mér veðurblíðuna síðustu daga í tætlur... við erum búnar að hanga í sundlaugunum vinkonurnar og sitja í sólbaði hvar sem við komum því við.. meira að segja erum við svo heppnar í vinnunni að búðin fyrir neðan skrifstofuna okkar sérhæfir sig í garðhúsgögnum svo við erum ekki í vandræðum með að sleikja sólina í brainstorm sessions eða í kaffitímum.. ;)

Ég lenti í smá bílaveseni í vikunni... vatnið fór að gufa upp á kagganum og vinkonur mínar segja að þetta sé heddið... þær hafa þurft að skutla mér hægri vinstri... (takk stelpur!!) það er ekki efst á óskalistanum að vesanast í þessu núna, sérstaklega þar sem maður er fluttur upp í sveitablíðuna, en bíllinn fer á verkstæði í fyrramálið svo ég er með fingur krossaða um að þetta verði ekki eintómt ves..

Skemmtilegt að segja frá því að ég horfði líka á Notebook í vikunni... ég hef trainað að horfa á þessa mynd þar sem mér hafði verið sagt að þetta væri vasaklútamynd... maður myndi grenja úr sér augun... en vitiði hvað... mér fannst bara ekkert sorglegt við þessa mynd... hún var alveg falleg en ég grét ekki einu tári... hvað er það? Getur það verið að reynslan sé búin að byggja mér skjöld? - ég þurfi bara aðeins meira en þetta til að verða sorgmædd... ja.. maður spyr sig..

Æfingar hafa ekki verið settar í forganginn að undanförnu... þó ég sé öll að koma til í crossfit með Bjarneyju... en það rætist úr því von bráðar... maður verður svo fjandi sljór af því að sitja bara í sólbaði og drekka hvítvín alla daga þó það sé einum of ljúft líf...það má ekki komast upp í vana... amk ekki ef ég ætla að taka æfingarnar alvarlega!

Poweraid hlaupið annað kvöld frá Laugardalslauginni kl.22.10 að mig minnir - langar einhvern með?? Ég fer 10km!
Let me know...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe segi það með þér, ég felldi ekki tár yfir Notebook og gleymdi því meira að segja að ég væri búin að sjá hana.
Við erum greinilega svona svakalega harðar:)
Miss you

Nafnlaus sagði...

haha já einum of ljúft sko.. bara svo erfitt að fara að lyfta í svona góðu veðri.. en við verðum bara að vera duglegar fyrir vinnu.. ekkert meira sofa yfir sig i ræktina.. haha.. hlakkar til að æfa mig á skautunum.. eins gott að enginn taki video þá sko.. og já notebook virkaði fínt ef maður svaf allan tímann.. haha..

Saló sagði...

Hehehe... nákvæmlega! ;) Hlakka svo til að sjá ykkur bumbukríli á miðvikudaginn, get ekki beðið!! :D

hehehe... já það er deginum ljósara... mann langar bara að liggja í sólbaði allan liðlangan daginn.. það er harkan sex í næstu viku því við verðum fastar á Landsmóti alla þarnæstu viku mín kæra... svo það verður enginn spinningtími á morgnana neitt... þá verður nú gott að hafa sippubandið meðferðis, já og púlsmælinn! ;) úúú... ég er orðin spennt að fara á línuskauta... kannski eftir kickbox á þri!!? :D

Hjördís sagði...

Felldi ekki tár að horfa á Notebook.
Hélt ég væri tilfinningalega bæld!
Fegin, að ef svo er, þá er ég ekki ein um það :)

Nafnlaus sagði...

gvöð ég feldi sko tár yfir Notebook en augun voru samt ekki á floti eins og gerðist þegar ég sá I am Sam, jesúss fékk ekka:D hehehe...

en en vona að það hafi gengið vel í hlaupinu:D

Nafnlaus sagði...

Rakel er til að skauta eins og enginn sé morgun dagurinn

Nafnlaus sagði...

[url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/ganardinero.jpg[/img][/url]
[b]Estas buscando formas de ganar dinero[/b]
Nosotros hemos encontrado la mejor guia en internet de como ganar dinero. Como fue de interes para nosotros, tambien les puede ser de utilidad a ustedes. No son solo metodos de ganar dinero con su pagina web, hay todo tipo de formas para ganar dinero en internet...
[b][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url]Te recomendamos entrar a [url=http://www.ganar-dinero-ya.com/]Ganar dinero[/url][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url][/b]