fimmtudagur, maí 29, 2008

Milan, Italy

Þá er það Mílanó á morgun... við vinkonurnar ætlum að fara í svaðalega stelpuferð! Sif sem er vinkona systur minnar og býr í Mílanó þar sem hún er í fatahönnunarnámi ætlar að vera svo elskuleg að hýsa okkur eina nótt... við tökum lestina upp úr átta í fyrramálið og ætlum að nýta daginn vel í miðbænum.. skoða dómkirkjuna, myndina af síðustu kvöldmáltíðinni og kíkja í hönnunar og vintage búðir... hlakka til :)

Bjarni og Ari ætla að hitta okkur seinnipartinn og við ætlum út að borða á Nobu sem apparently er einnig í Mílanó... og fá okkur eitthvað svakalega gott sushi!

Það kæmi mér ekki mjög á ef að við myndum síðan fá okkur nokkra kokteila... jafnvel einn til tvo fragola daquaries.. var einmitt að spá í því að hafa alltaf föst daquarie kvöld heima hjá mér á tveggja vikna fresti í sumar... held það sé alveg málið! ;)

Ég flýg heim seinnipartinn á morgun... þetta er búin að vera svakalega góð ferð og Torino frábær borg! Ég var alvarlega að hugsa um það í dag að framlengja fríinu mínu til þess að fá smá sólarglætu á kroppinn en hugsa að ég skelli mér bara í eina helgarferð aftur í sumar í staðinn... þetta er orðið gott og ég hlakka til að koma heim og komast í ræktina! :)

Ég er meira að segja að fara á línuskautanámskeið á fimmtudaginn... verð svaðaleg pía í sumar... og við vinkonurnar!! ;)

Rennblautar kveðjur frá Torino..

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æði að þú ert að skemmta þér vel en hlakka til að fá þig heim.

myndin var æði æði æði og ég ælta sko aftur á hana

Karvelio sagði...

Njóttu þín í Mílanó, hver veit nema við joinum þig, ca 2 klst að keyra :D

Annars erum við á Kastrup að bíða eftir flugi til Nice þar sem er og verður RIGNING e-ð fram í tímann!

Au revoir.

Saló sagði...

Awwww.... Mílanó var æði!!! Mig langar aftur!!

Hlakka til að sjá þig elsku Rakel!! Búin að sakna þín huges... get ekki beðið eftir að sjá myndina.. bannað að segja orð!! ;)

Takk sæti minn - það hefði verið snilld að hitta ykkur í Mílanó! Þar á að vera gott veður núna áfram svo ég mæli hiklaust með því að þið kíkið þangað... í dag sat ég uppi á þaki á dómkirkjunni í sólbaði í næstum 30 stiga hita!! Úfff... það er sko nice!!! ;)
Skemmtið ykkur vel!

Arrive'derci!! ;)