sunnudagur, júlí 13, 2008

Six pakk!

Einu sinni sagði Lóa Bára vinkona mín mér frá því að hún hefði í einhverju undarlegu hugarástandi ákveðið að fara í ræktina á sunnudegi... hún bjóst ekki við að þar væri nokkur sála en sá eitt par af skóm í anddyrinu þegar hún mætti og hugsaði með sér "hvaða geðsjúklingur fer í ræktina á sunnudegi??" - grunur hennar var staðfestur þegar ég veifaði henni af stigavélinni...

Ég tók massífa æfingu með Bjarneyju og JP í morgun uppi í Sporthúsi... bland í poka en lögðum áherslu á fætur og rass... ég sé fram á enn svakalegri harðsperrur en þessar sem ég hef þurft að kljást við í vikunni!! En hvað gerir maður ekki fyrir rass úr stáli... mér finnst ekkert annað en flott að vera með stinnan hnébeygjurass!!

Ég tók brjálað kviðvöðva-session í fyrradag og get varla andað fyrir harðsperrum... en það er samt svo gott... bætti um betur og tók góða skávöðvaæfingu í lokin í dag! Það er verið að reyna við six-pakkinn! Hann er þarna einhversstaðar... ;)

Eins og venjulega skemmtum við okkur alltaf svakalega vel á æfingu saman! Skemmtilegt og skilvirkt... ég á alveg rosalega erfitt með að æfa með fólki sem er samkjaftandi... þá missir maður alveg tempóið í æfingunum!! Við erum komnar í svo mikinn gír að Bjarney hringdi í mig áðan og spurði hvort ég væri ekki bara game í aðra æfingu á eftir... brennslu niðri í Laugum... og ég hélt það nú!!

Farin að horfa á Biggest Looser!!

Engin ummæli: