mánudagur, júlí 14, 2008

"vöðvar brenna fitu" ?

Ég er svo hrikalega komin í gírinn... og ég elska það! Ekki nema 19 vikur fram að bikarmóti... sem er svakalega lítill tími... en ég ætla amk upp á svið til að sippa!!

Ég er ekkert með athyglissýki á háu stigi neitt... nei nei... við erum allavega góðar saman sýningarhópurinn! Styttist í að Jump Fit byrji aftur af krafti... búin að vera að skoða æfingar inni á bodybuilding síðunni til að bæta inn í strákatímana svo nú mega þeir fara að biðja fyrír sér...



Talandi um bodybuilding síðuna... ég er búin að vera að fara eftir æfingaprógrammi sem ég fann þar inni. Skipti svo út fyrir annað eftir þrjár vikur núna... mér finnst þessi síða meira en snilld! Svona biblía fyrir fólk sem hefur áhuga á líkamsrækt.. það er allt þarna inni!

Las einmitt grein um daginn sem væri góð fyrir margar vinkonur mínar. Hún fjallaði um það að margar konur væru hræddar við að lyfta lóðum því þær vildu ekki verða eins og vöðvatröll og færu því í staðinn á hlaupabrettið eða skíðavélina eins og óðar með það að marki að brenna hitaeiningum...

Mataræðið er að sjálfsögðu bróðurparturinn af árangrinum en að ekki sé hægt að lyfta lóðum og léttast á sama tíma er misskilningur... ég tók saman greinina á íslensku! Hún er áhugaverð.. endilega kíkið á þetta! Þetta er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um villur...


Til að byrja með... "vöðvar brenna fitu" hehe...

Kannski ekki beint, en vöðvar auka efnaskiptahraða í líkamanum þegar við hvílumst (RMR).

Fita situr föst á líkamanum þangað til við hreyfum okkur það mikið að hún nýtist sem orkugjafi. Það fer sem sagt engin orka í það að blessuð fitan sitji kyrr utan á okkur... En vöðvavefir utan á beinum krefjast orku til að viðhalda sér. Það þýðir að bara til þess eins að viðhalda þessum vöðvum notar líkaminn um 60 - 120 kkal á dag fyrir hvert kíló af vöðvum.

Með réttu mataræði og æfingum geta konur bætt á sig sem svarar ca 2,5 kg af vöðvum árlega. Ef við gerum ráð fyrir að efnaskiptin í þínum líkama noti 100 kkal á dag til að viðhalda þessum auka vöðvum þýðir það að þú brennir 250 fleiri hitaeiningum daglega!
Til þess að missa 1 kg af fitu þarftu að brenna um 7000 hitaeiningum. Þannig að við það að bæta við þig 2,5 kg af vöðvum og með réttu mataræði geturðu misst um 13 kg á ári án þess að eyða extra tíma í brennslu!

Það er mikilvægt að hafa í huga að 2,5 kg af fitu er ekki það sama og 2,5 kg af vöðvum. Vöðvar eru miklu þéttari en fita og því töluvert ummálsminni!

Annað sem vert er að athuga að þó klukkutími á brettinu sé góð leið til að brenna uppsafnaðri orku í líkamanum þá hættir líkaminn að brenna hitaeiningum þegar þú stígur af brettinu! En þegar við lyftum lóðum helst efnaskiptahraði líkamans í hraðara tempó í um klukkutíma eftir að við hættum að æfa. Sem er annar plús við vöðvaþjálfun!! :) Ástæðan fyrir þessu er sú að eftir lyftingaræfingar heldur líkaminn áfram að kalla á súrefni í meira magni en við hvíld.

Fróðleiksmoli dagsins... ;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú mátt sko alltaf lyfta mér sæta mín... veist að ég bara hérna hinumegin við skilveggin =O*

Saló sagði...

Hehe... ég er góð.. ég er sko með massa prógramm sjáðu til.. en þú mátt hins vegar alltaf lyfta MEÐ mér ;)

Nafnlaus sagði...

pæjur.. var að fá geggjaða síðu, www.runnersworld.com, Daði vinur hennar mömmu er alltaf að segja mér einhver svona tips svo að endilega skoðið þessa síðu, alger snilld. Hún eiginlega ælir út prógrammi fyrir mann, maður setur sér bara markmið og svo er þetta on.. :)

Saló sagði...

Takk!! Ég er sko búin að fara inn á þessa síðu og búin að prenta út hlaupaplan og allt! Verð góð í tímabætingu í 10km í Glitnismaraþoninu!! ;)

Mér finnst líka Daði vinur mömmu þinnar heitur gaur... hehe...

Nafnlaus sagði...

fróðleiksmoli dagsins....
neiiiiiii

fróðleiksmoli vikunar....
vonandi

fróðleiksmoli mánaðarins....
vonandi ekki