laugardagur, mars 04, 2006

Slysaðist út á lífið í gær... Það er nefnilega stundum þannig að þegar maður planar ekkert of mikið þá verður það besta djammið!!

Ég, Edda og Krissa hittumst heima hjá Krissu þar sem við komum okkur í gírinn!! Edda var yfir sig hrifin af playlistanum hennar Krissu sem hún fattaði seinna að var útvarpið... góð! ;) Við sötruðum hvítvín og borðuðum osta og vínber... rosalega næs! Áttum allar okkar "golden moments" hvað comment varðar... ég sagði stelpunum t.d. að ég hefði tekið við ljótum þúsundkalli í vinnunni... hver spáir í það?? Greinilega ég...
Fórum heim til Agga þar sem nokkrir af strákunum voru saman komnir... takk Aggi fyrir lagið sem þú samdir fyrir mig (án þín)... bræddir hjartað í mér without a doubt! ;)
Leiðin lá á Vegamót og þar var bara fín stemming... en auðvitað þurftu partýdrottningarnar ég og Edda að fara líka á Oliver og að sjálfsögðu var danski draumaprinsinn minn á staðnum og ég smellti á hann einum af vana... ;)
Það kom mér á óvart hvað margir voru í bænum í gær... yfirleitt eru föstudagskvöldin ekkert spes en þetta föstudagskvöld var bæði eftirminnilegt og fáránlega skemmtilegt!!
Strákar í lögfræði eru eitthvað frekar heitir þessa dagana... best að segja ekkert of mikið, maður veit aldrei hver er að lesa þetta!! Edda kvaddi um fjögur leytið en ég hélt áfram að meika það á dansgólfinu ásamt fríðu föruneyti... ;)
Lenti í mjög fyndnu atviki á laugaveginum þegar ég var að labba upp á kaffibar til að hitta systur mína. Hitti Viktor og var eitthvað að spjalla við hann þegar e-r strákur kemur til okkar og byrjar að tala um hvað við séum rosalega sæt saman. Við bara já takk, viltu taka mynd... hann vildi það endilega og dró upp símann sinn. Viktor sagði honum að við værum búin að vera saman í 4 ár og hann missti andlitið.. honum fannst það þvílíkur áfangi og átti eiginlega bara ekki orð! Honum fannst við rosalega flott par... Þegar við kvöddum hann, hljóp hann niður laugaveginn til vina sinna öskrandi "þau eru búin að vera saman í fjögur ár" það var fáránlega fyndið...!!
En ég er sammála, fjögur ár eru ekkert grín...

Ætla að skjótast til Rakelar minnar!

Þetta var snilldarkvöld í alla staði.. hefði þó viljað sofa aðeins lengur... en það jafnast út í nótt :)

Engin ummæli: