mánudagur, mars 06, 2006

Laugardagskvöldið var í rólegri kantinum... hahaha.... en mjög skemmtilegt samt sem áður! Við Rakel vorum bara heima hjá henni í einhverju flippuðu skapi! :) Tókum m.a. nokkur vel valin lög í karókí...

Þessi vika verður fljót að líða... það er síðasta miðannaprófið, tvö risaskilaverkefni og svo loksins loksins árshátíðin.... Sennilega eina skiptið sem hún verður haldin sameiginleg fyrir allar deildir skólans!! Hlakka ofboðslega mikið til... vildi að ég hefði bara meiri tíma til að undirbúa mig...

Fór með Stefnumótunarhópnum mínum í Íslandsbanka í dag þar sem við hittum tengiliðina okkar fyrir verkefnið sem við erum að fara að vinna fyrir þá! Vá hvað þetta er hrikalega spennandi.... Ég held við séum öll í skýjunum.. þetta verður erfitt og krefjandi, en algjörlega worth it!! Spennandi tímar framundan... frá 11. apríl er allt búið í skólanum nema þetta verkefni og þá fer allur tíminn í það!

Ætli ég þurfi ekki að snúa mér að tölfræðinni aftur því ég ætla að rústa þessu prófi!! ;)

Engin ummæli: