laugardagur, mars 25, 2006

Mér líður einstaklega vel...

Undanfarið hef ég verið mjög ólík sjálfri mér, eiginlega bara síðan úti í Barcelona! Ég hef algjörlega komið sjálfri mér á óvart, sumt er gott og annað slæmt. Ég vil samt meina að þetta sé millibilsástand sem senn fer að ljúka. Einhvern veginn er ég að ná fótfestu á nýjan leik.

Það er hrikalega lítið eftir af skólanum, tíminn hefur svo sannarlega flogið þessa önn. But you know what they say "time flies when you're having fun" ;) Og ég hef klárlega verið að njóta lífsins síðustu mánuði! Þessi tími er búinn að vera þvílíkur reynslurússíbani fyrir mig og ég er bara innilega þakklát fyrir það! Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig.

Ég er svo ofsalega spennt fyrir framtíðinni að ég fæ sting í magann að hugsa um það... það eru svo mörg tækifæri sem bíða handan við hornið!!! Ekki nema ár eftir í útskrift... og ég er sko með langan lista yfir drauma sem bíða eftir að rætast!! :)
En á meðan nýt ég lífsins í botn í góðra vina hópi og faðmi fjölskyldunnar...

Vorið er að koma og ástin liggur í loftinu... I love my life!! :)

18 dagar í próflok....
En í kvöld ætla ég loksins að hitta Ásu pjásu vinkonu því það er sko löngu kominn tími á það!!

Sé ykkur úti á lífinu...

Engin ummæli: