sunnudagur, mars 19, 2006

Londonferðin var æðisleg frá A-Ö, algjörlega, óendanlega ógleymanleg!!!

Ég er svo hrikalega ánægð með ferðina að ég á ekki til orð... þetta var geðveikt!! Manni leið hálfpartinn eins og maður væri staddur í miðjum þætti af The Apprentice. Ferðaðist á milli þvílíku fyrirtækjanna og allir í sínu fínasta... þetta var ótrúlega fróðleg, áhugaverð, skemmtileg og einstaklega vel heppnuð ferð í alla staði! Fengum mjög góðar móttökur hvert sem við fórum og nánast farið með okkur eins og kóngafólk sums staðar..
Það var líka alveg rosalega gaman að hitta Katy yndið mitt aftur... rosalega er ég búin að sakna hennar! Hún er bara að njóta lífsins í botn í Kongens Köben... kemur til Íslands um páskana og þá verður sko ærlegt stelpudjamm!! Við fengum rosa flott herbergi á hótelinu sem við vorum á. Hótelið heitir Holiday Inn og er í Kensington... ekkert slor!
En kannski svona til að leyfa ykkur að fá smá innsýn í ferðina...
  • heimsóttum Morgan Stanley og fengum að fara á "gólfið" mjög gaman að fá að sjá hvernig starf verðbréfamiðlara gengur fyrir sig - life - hjá svona stóru og þekktu fyrirtæki! Maður fékk alveg gæsahúð!
  • skoðuðum eina af verksmiðjum Bakkavarar í London og hlustuðum á fyrirlestur um starfsemi Bakkavarar síðustu ár. Mjög spennandi að sjá hvernig þeir fóru að því að ná sinni markaðshlutdeild á breska markaðnum!
  • fórum á námskeið í kauphöllinni í London. Mér fannst það mjög áhugavert og skemmtilegt námskeið... fjallað enn frekar um verðbréfaviðskipti og ég lærði heilmikið!! Fylgdumst með gengi Ogvodafone og veðjuðum á lokagengið. Sú sem var næst því fékk kampavínsflösku í verðlaun!
  • heimsóttum höfuðstöðvar Glitnis í London. Mjög áhugavert og skemmtilegt að sjá hvernig þeir ætla sér að stækka enn frekar erlendis. Mjög flott aðstaða hjá þeim og að sjálfsögðu var búið að innrétta allt með nýja rauða litnum! Ekkert verið að tvínóna við hlutina...
  • heimsóttum höfuðstöðvar Landsbankans líka. Þar fengum við þvílíkt flottar veitingar og drykki á meðan við hlýddum á fyrirlestur um viðskipti Landsbankans í London. Mjög impressive... gaman líka að bera saman bankana og sjá hvað þeir eru með mismunandi áherslur!!
  • Baugur Group toppaði ferðina svo sannarlega! Okkur var boðið á rosalega flottan stað rétt hjá skrifstofunni þeirra. Þar var haldinn smá fyrirlestur og við horfðum á stutt myndband um Baug frá upphafi til dagsins í dag og það er algjörlega óhætt að segja að það var virkilega impressive!! Ótrúlegt hvernig þeir hafa byggt þetta upp... okkur var boðið upp á veitingar, þ.á.m. sushi!! (ég smakkaði sushi í fyrsta skipti, kom mér á óvart hvað það var gott!) og drykki. Einhver orðaði þetta einmitt mjög vel... maður fékk sér bara eitt hvítvínsglas (varð aldrei tómt!). Seinna um kvöldið var farið með okkur á rosa flottan skemmtistað sem heitir minnir mig Pangea. Þetta kvöld toppaði algjörlega allt... við stelpurnar skemmtum okkur konunglega í félagsskap flottustu gauranna í bransanum ;)
  • kíkti á Oxford street og Covent Garden á laugardeginum... ekki mikið verslað samt sem áður. Bara það sem var fyrirfram ákveðið...

Ég hefði verið svo innilega til í að vera lengur í London. Langar að skoða betur borgina en kann rosalega vel við mig þarna. Maður kannski skellir sér bara fljótlega aftur við tækifæri, ég veit að Rakel hikar ekki við að koma með mér ;) Absoloutely marvellous!!

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil...

Takk allir sem voru með mér úti

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino online[/url] [url=http://www.casinovisa.com/blackjack/]casino games[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/video-poker/index.html]video poker[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/jp]paypal casinos[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=718]condoms[/url]