miðvikudagur, apríl 05, 2006

Er að lesa undir próf í vörumerkjastjórnun...
Okkur Rakel fannst við þurfa að komast aðeins út þannig að við ákváðum að skreppa aðeins inn í Laugar þegar klukkan var að ganga 22.00.
Þar sem ég er kvenmaður er ég gædd þeim hæfileikum að geta gert amk tvennt í einu, þannig að ég fór á brettið setti incline á 7 og svipaðan hraða og sló tvær flugur í einu höggi með því að nota tímann og lesa líka yfir glósur í markaðsfræðinni. Eftir smá lestur setti ég þó frá mér blöðin og ákvað að hlaupa bara almennilega þar sem textinn var hvort sem er allur kominn á ferð og flug sökum hreyfingarinnar... Hækkaði í I-podinum mínum sem þarf nauðsynlega á því að halda að ég hlaði inn á hann ferskari lögum og jók hraðann. Þegar ég var komin á gott skrið... þá varð nanóinn batteríslaus... great! En ég dó ekki ráðalaus og tengdi mig við World Class stöðina. Hún klikkar ekki... ekta eróbikk popp/rokk fínt í skokkið!!

Þarna var stelpa fyrir framan mig alveg á fullu á hverju tækinu á fætur öðru... ekki misskilja mig því mig langar alveg að vera fit og pínu skorin en mig langar ekkert að líta út eins og lítil beinaber læða sem fær greinilega ekkert nema mjólk að lepja... Ég sé allt of margar stelpur þarna sem eru greinilega með það á heilanum hvað mörgum kkal þær eru að brenna!! Allt er gott í hófi! Heyrði eina mjög fit stelpu segja við vinkonu sína um daginn "guð ég datt alveg í það í gærkvöldi, ég fékk mér popp og djús!" Er ekki allt í lagi... Mér finnst bara sorglegt að sjá ungar stelpur reyna að fitta inn í eitthvað norm og þora ekki að vera þær sjálfar...

En aftur að lærdómnum...og hvernig væri nú að kommenta hjá mér svo ég viti hverjir eru að skoða þetta blessaða blogg!! Er þetta kannski alveg dautt...

Engin ummæli: