sunnudagur, apríl 23, 2006

Gleðilegt sumar

133 dagar í New York... fashion, dry martini, nightlife... etc.

Stefnumótun er byrjuð af fullum krafti. Minn hópur er að vinna mjög áhugavert verkefni fyrir Glitni banka hf og okkur gengur bara nokkuð vel... það er alltaf viss stemming í vorverkefnunum... mmmm... love it :) Svo verð ég komin í sumarfrí í síðasta lagi 12. maí...
Ég kem reyndar til með að vera að vinna mikið í sumar, planið hefur sjaldan verið jafn þétt og núna!! Búið að bæta við mörgum vélum frá því í fyrrasumar. Auk þess sem önnur verkefni fyrir skólann eru í bígerð... allt mjög spennandi!!

En að completely öðru...það er langt langt síðan að ég hef átt algjörlega heilan laugardag bara fyrir sjálfa mig, án þess að vera búin að plana eitthvað eða lofa mér einhvers staðar og ég er að segja ykkur það að ég naut þess í botn í gær!!

Svaf út... alveg fram að hádegi! Ekki gerst í mjööög langan tíma... fór í ræktina og svo í ljós og þurfti ekki að flýta mér neitt!! Vá hvað það var nice....
Kíkti svo aðeins með Unni litlu systur í Kringluna. Fór í nýju Centrum og líst vel á hana! Varð að sjálfsögðu að fjárfesta í einni nýrri flík í tilefni þess að það er komið sumar og veðrið var svo geðveikt!! ;) Ég var allavega í góðum gír þegar Krissa beib sótti mig, við ætluðum í sund en þá var búið að loka þannig að við fórum á Nings og fengum okkur að borða. Ákváðum svo að kíkja út á lífið svona líka til að halda uppi heiðri the crew... ;) Og að sjálfsögðu gerðum við það með stæl eins og okkur einum er lagið... ekki satt Krissa... ;)
En hvað var málið með veðrið... allt í einu á miðju sumri byrjar bara að snjóa og áður en ég vissi af var ég farin að tala ensku í slyddunni með maskarann lekandi niður á kinnar, rennandi blaut á leiðinni heim...
Smart Salóme, mjög cute...

Þannig að ég var mjög sátt þegar Krissa hringdi í mig í dag og stakk upp á því að við færum í sund... Mmmm... það var frekar næs að liggja í rólegheitunum í pottinum og kjafta...

Engin ummæli: