mánudagur, apríl 17, 2006

Stórmennið, fræðimaðurinn, hugsuðurinn og snillingurinn hann pabbi minn er fimmtugur í dag... Innilega til hamingju með daginn pabbi minn!! :)

Það er ekkert smá súrt að þurfa að vera að vinna í dag og geta ekki farið með familíunni út á land til að fagna deginum... í þessu líka góða veðri!! Alveg glatað eiginlega...

Fór aðeins út á lífið í gær... það var bara fínt, Gullfoss og Geysir á Vegó... held það sé nú samt alveg kominn tími á smá pásu í þeim pakka... einbeita sér að ræktinni.. hitti reyndar einkaþjáfarann minn í bænum þannig að það er spurning um að samtvinna þetta kannski bara eitthvað ;)

Tók leigara í vinnuna í morgun. Ég lenti á þvílíkt málglöðum bílstjóra sem var að reyna að halda uppi samræðum við mig þar sem ég þurfti actually að hugsa til að svara... ekki nóg að kinka kolli og brosa út í annað til að vera kurteis... ég var ekki alveg í þannig stuði og pirraði mig á því að hann skyldi láta mælinn ganga á bílastæðinu út á Flugvelli... ein geðveikt hress eða þannig en ég lét hann þó ekkert finna fyrir því þannig að þetta sleppur...!!

Svo var geðbiluð törn í vinnunni, ég hef bara sjaldan séð liðið hrifsa svona úr hillunum, við seldum hluti sem ég hélt að myndu aldrei seljast og áfengis- og nammihillurnar voru alveg tómar þegar síðasta vélin fór.
Mér finnst alltaf jafn fyndið að lenda á kúnna sem fer að afsaka sig að hann sé að taka tvö karton af sígarettum og fer að útskýra fyrir mér að það sé annar sem fari með eitt kartonið í gegnum hliðið... eins og ég sé þvílíkt að pæla í því hvað viðkomandi sé í ósköpunum að gera... ég hvet hann frekar til að kaupa meira heldur en minna. Sama er hægt að segja um áfengið "þetta er ekki allt fyrir mig", "verður maður ekki að nýta tollinn?" (þessi er klassísk og auðvitað svara ég alltaf "jú að sjálfsögðu").... þessi listi er mjög langur...


Spurning hvort maður eigi ekki bara að henda sér í sund það er algjörlega veðrið til þess!! Og ljós... alveg kominn tími á það líka...

Engin ummæli: