laugardagur, apríl 01, 2006

Búin að eyða deginum í "sveitinni". Við Rakel erum nefnilega búnar að vera að læra á fullu á Örkinni í dag. Ég fór reyndar eldsnemma í vinnunna fyrst, beilaði á staffadjammi í gærkvöldi en svaf eins og prinsessa...rosa var gott að vakna!! Við skelltum okkur svo í ljós og brunuðum því næst austur fyrir fjall. Mér leið eiginlega eins og ég væri að fara í sumó, var sko alveg komin í gírinn!! Væri ekki slappt að opna eina hvíta, grilla, syngja við gítarglamur og hafa það kósý í heita pottinum... öss nei sko aldeilis ekki. En í þetta skiptið var það lærdómurinn sem beið mín...
Rakel byrjaði þó á því að kynna fyrir mér rúntinn í Hveró... enginn laugari, en alltaf fínt að rúnta, hlusta á tónlist og kjafta... eftir að hafa skotist og keypt okkur eina kippu... af kristal+ og nammi fórum við inn á Hótel.
Við erum búnar að vera þvílíkt duglegar að læra og ég held svei mér þá að við séum að fara að tækla þetta mannauðsstjórnunarpróf allsvakalega á mánudaginn...
Tókum okkur pásu um átta leytið og kíktum á pabba hennar Rakelar og Tobbu. Rakel tók mig svo á annan og ítarlegri rúnt um Hveragerði þannig að nú veit ég hver býr hvar!! Alveg með þetta á hreinu ;)
Ég kann rosa vel við mig hérna... væri ekki vitaust að fjárfesta bara í einu sveitabýli hérna í nágrenninu þar sem maður gæti flúið skarkala borgarinnar af og til!
En haldiði ekki að hótelstjórinn hafi óvænt komið með þennan indælisdesert fyrir okkur lestrarhestana!! Hversu indælt er það!... ekkert smá huggulegur! Og nú er mál til komið að bruna í bæinn og leggja sig... hljómsveitin er byrjuð að spila og svona...

Á morgun er það klárlega ræktin eftir allt átið... svo held ég að við kíkjum bara aftur hingað á morgun.

Góða nótt yndin mín... og þeir sem eru í prófalestri... gangi ykkur vel!!

Engin ummæli: