fimmtudagur, apríl 13, 2006

Prófin eru loksins búin!! Gengu bara ágætlega, betur en ég þorði að vona :)

Flestir myndu halda að maður hefði bara verið að taka því rólega svo en það er nú ekki þannig! Það var planaður hittingur heima hjá Krissu Superwoman tveim tímum eftir próf og okkar beið próflokadjamm á Gauknum seinna um kvöldið.
Að vanda tók Krissa á móti okkur með veglegum veitingum og við skáluðum allar í freyðivíni, nema Rakel busy lady en hún kemur í partýið á morgun!! ;) Ég meikaði engan veginn á Gaukinn enda dauðþreytt og langur dagur framundan þannig að Katy skutlaði mér heim.
Ég fór á æfingu í gærmorgunn rölti þaðan yfir til Katy því við ætluðum að sækja bílana sem við leigðum fyrir skiptinemaferðina. Við fengum þessa þvílíku 9 manna trukka hjá Bílaleigu Akureyrar sem stendur alltaf fyrir sínu!! Mér leist nú ekkert á blikuna fyrst... var ekki alveg að sjá þetta fyrir mér, en ég er nú þannig að ég kýli bara á hlutina þannig að þetta var svo ekkert mál. Tók smá rúnt upp í Egils áður en ég náði í krakkana upp í skóla og þá var ég komin í gírinn. :) Vöktum samt mikla athygli í umferðinni en maður kvartar svo sem ekkert yfir því.. ;)

Við fórum upp í Íshesta með föngulegan hóp af skiptinemum úr HR, ég er ofboðsega áttavilt í Hafnarfirði þannig að ég villtist aðeins... en ekkert mál, sagði krökkunum bara að ég væri að taka smá krók til að sýna þeim miðbæ Hafnarfjarðar, beygði svo inn á planið hjá Fjarðarkaupum og sagði þeim að nýta tækifærið og skoða vel hvernig týpískt bílastæðasvæði á Íslandi liti út því við kæmum ekki aftur þangað... hahaha bara snilld. Við fengum svo æðislegt veður og það voru allir í dúndrandi stuði!! :) Allir fóru á hestbak.. og þmt. ég.. sem hef ekki farið á hestbak í 6 ár! Var búin að gleyma hvað það er gaman, ég fékk reyndar rosalega latan hest þannig að ég þurfti alltaf að vera eitthvað að tala við hann og sparka í hann alla leiðina... enda líka endaði ég hálfmarin eftir þennan reiðtúr...En ég fékk hann þó nokkrum sinnum til að taka á sprett... hann vildi alltaf fara eitthvað annað en hinir, dáldið óþekkur en hann hefur bara viljað hafa mig fyrir sjálfan sig... ;)

Eftir vel heppnaðan reiðtúr um hraunið lá leiðin í Bláa Lónið. Þar byrjaði hópurinn á því að skála í bláum kokteil þegar allir voru komnir ofan í lónið. Ekkert smá næs... og við vorum þvílíkt heppin með veður.. þetta var geggjað!! Vorum í tæpa tvo tíma þarna áður en við fórum aftur til baka. Endalaust vel heppnuð ferð í alla staði. Við gáfum krökkunum svo öllum lítil páskaegg frá Nóa og þau voru rosalega lukkuleg með málshættina... fannst það mjög skemmtilegur siður og að sjálfsögðu reyndum við að útskýra fyrir þeim hvað hver og einn þýddi.

Ég ætlaði svo að kíkja út með stelpunum í gærkvöldi, en ég steinsofnaði, byrjuð að græja mig og allt... ég var alveg búin á því! Mikið var gott að sofa svona...
Var svo bara að koma úr ræktinni og sundi með Rakel. Ætla bara að taka því rólega í dag... hafa það gott með familíunni.

Gleðilega Páska... Tjá tjá...

Engin ummæli: