laugardagur, apríl 15, 2006

Við stelpurnar hittumst í gærkvöldi og kíktum saman út á lífið! Byrjuðum gærkvöldið á strawberry daquiri og sushi á Hofteignum. Það klikkar aldrei!! Stelpunum fannst ég standa mig svo vel í hlutverki barþjóns að ég verð látin sjá um kokteilana framvegis ;)

Fórum á Oliver þar sem við hittum fullt af liði, m.a. hitti ég Magga og Gumma... long time no see! Gaman að hitta ykkur strákar!! :) Þegar Oliver lokaði fórum við yfir á Vegamót þar sem við hittum m.a. Sigga og co. og við Katy entumst þar tvær alveg fram til hálf sex í morgun!! Þvílíkt stuð á okkur! :)
Takk fyrir skemmtilegt kvöld skvísur...

Ég fór heim og svaf í klukkutíma því ég átti að mæta í vinnuna kl.8.00... jebb... gaman að vera ungur og orkumikill.. Ég var nú alveg búin að sjá þetta fyrir mér í gærkvöldi, tæki fyrstu vélina og gæti svo sofið fram til hádegis þangað til að næsta vél færi og haft það þannig fram að sex þegar síðasta vél átti að koma til baka... en nei.. ekki alveg samkvæmt áætlun því að morgunvélinni seinkaði um tæpa 4 tíma... og svo datt inn aukavél í kvöld þannig að ég er ekki búin að sofa neitt í allan dag og er orðin frekar þreytt...
En pabbi og mamma klikkuðu ekki og elduðu þessa fínu nautasteik og buðu upp á rautt með... ótrúlega næs að hafa það svona huggulegt eftir busy dag... Svo tóku litlu systur mínar forskot á sæluna og opnuðu eitt eggið sitt og buðu okkur eftir matinn.... :) Þetta var nú alveg stranglega bannað þegar ég var lítil, en þá gerði mamma líka fjársjóðskort fyrir okkur og faldi eggin og það var miklu meira í kringum þetta allt... nú fá þær bara risaegg og helst tvö!! ;)

Hitti Rakel mína í millitíðinni í dag og við fórum á Stælinn og tókum smá rúnt. En vá hvað ég hlakka til að sofa út á morgun.... það verður ótrúlega næææs.... nýtt á rúminu, ohhh... það er svo gott....!! Mmmm... ætla bara beint upp í rúm að kúra núna! ;)

Engin ummæli: